Svavar Örn semur við NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Svavar Örn Þórðarsson semur við Njarðvík.

Svavar Örn hefur skrifað undir samning við Njarðvík sem gildir út keppnistímabilið 2025.
Svavar sem kemur upp úr yngri flokkum Njarðvíkur er fæddur árið 2004, og leikur iðulega stöðu bakvarðar.
Svavar á samtals að baki 17 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ fyrir Njarðvík, en 7 þeirra komu sumarið 2021 í 2.deildinni.

Svavar var í pásu frá knattspyrnuiðkun á síðustu leiktíð, en hefur æft með Njarðvíkurliðinu í allan vetur af miklum krafti og hefur hrifið þjálfarateymi Njarðvíkur.
Gunnar Heiðar, þjálfari Njarðvíkur hafði þetta að segja um Svavar:
„Svavar kemur upp úr yngri flokka starfi Njarðvíkur og hefur verið viðloðandi meistaraflokki Njarðvíkur síðustu ár en hefur einhvern veginn aldrei tekið almennilega skrefið.
Ég er virkilega glaður að hann ætlar að taka þessi skref með okkur núna.
Hann er góður leikmaður með mikinn hraða sem mun hjálpa okkur í baráttunni næstu árin. Svo er það alltaf mikið ánægjuefni að fá leikmann sem hefur spilað í öllum yngri flokkum Njarðvíkur upp í meistaraflokkshópinn.“

Aðspurður hafði Svavar sjálfur þetta að segja eftir undirskrift nýja samningsins:
„Mér lýst mjög vel á sumarið, erum með góðan hóp og ég hef mikla trú á því að við munum gera góða hluti í Lengjudeildinni í sumar.
Þjálfarateymið hefur tekið mjög vel á móti mér, æfingarnar eru góðar og mikil stemming í hópnum.
Markmiðið mitt er að reyna stimpla mig inn í byrjunarliðið í sumar, og hafa gaman að þessu.“

Knattspyrnudeildin óskar Svavari til hamingju með nýja samninginn, og hlökkum til að fylgjast með Svavari og félögum hans í baráttunni sem framundan er.

Áfram Njarðvík!