Reykjaneshöll

Reykjaneshöllin var tekin í notkun 19. febrúar 2000. Rættist þá langþráður draumur íþróttaiðkenda á Reykjanesi um fjölnota íþróttahús. Hægt er að skipta íþróttavellinum í tvo hluta með tjaldi, sem er mjög létt í meðförum. Íþróttasalurinn er hitaður upp með lofti og er þar góð loftræsting.

Í þjónustubyggingunni er fundarherbergi, fjórir búnings- og baðklefar ásamt annarri aðstöðu. Íþróttasalurinn er 108 m að lengd og 72,6 m á breidd en keppnisvöllurinn er 64 m x 100 m. Hæð hússins yfir hliðarlínum er 5,5 m og yfir miðju vallar er hún 12,5 m. Reykjaneshöllin skiptist í íþróttahús, 7.840m2 og þjónustuhús sem er 252m2. Hjá yngri flokkum er hægt að leika fjóra leiki í einu.

Nýtt gervigras frá Polytan var sett á Reykjaneshöll í desember 2007 og svo aftur í október 2013.

Gervigras við Reykjaneshöll

29. september 2021 var nýr gervigrasvöllur vestan Nettóhallar vígður og hann afhentur formlega forsvarsmönnum knattspyrnudeilda Keflavíkur og Njarðvíkur.
Völlurinn uppfyllir kröfur FIFA Qualitiy Pro staðla. Völlurinn er upphitaður, flóðlýstur og með vökvunarbúnaði.
Völlurinn var mikil búbót fyrir ört vaxandi starf knattspyrnudeilda bæjarfélagsins.

Íþróttasvæðið við Afreksbraut

Keppnis og æfingar aðstaða deildarinnar er við Afreksbraut og var tekið í notkun í sumarbyrjun 2007. Svæðið er fyrsti hluti af nýju íþrótta og útivistasvæði Reykjanesbæjar og er gert ráð fyrir að keppnisvöllur rísi á svæðinu fyrir aftan Reykjaneshöll. Svæðið er 24.000 fermetrar og er hægt að stilla upp tveimur fótboltavöllum í fullri stærð samtímis.

Árið 2010 voru gerðar breytingar á svæðinu og nýtingu svæðisins breytt. Aðal keppnisvellinum snúið og hann girtur af til að uppfylla skilyrði Leyfiskerfis KSÍ. Þá var byggð áhorfendastúka sem tekur 499 manns í sæti. Fullkomin fjölmiðlaaðstaða var einnig komið upp.

Vallarhúsið er 380 fermetrar og var byggt 2007. Í húsinu eru 3 búningsklefar, boltageymsla, dómaraherbergi, fundar og samkomusalur með eldhúsaðstöðu, skrifstofa deildarinnar, þjálfaraherbergi, þvotta og búningageymsla.
Einnig eru útisalerni við húsið.
Íþróttasvæðið er í eigu Reykjanesbæjar en Knattspyrnudeild Njarðvíkur sér um reksturinn samkvæmt samning.