Þríþrautardeild UMFN er lagt stund á sund, hjólreiðar og hlaup. Deildin heldur utan um skipulagðar æfingar og þjálfun iðkenda deildarinnar.

3_N stendur einnig fyrir mótshaldi og keppnum ásamt styrktar aðilum, þ.e.a.s t.d í maí 2016 er;  3N Reykjanesmótið ( þar sem hjólað er frá Sandgerði og út að Hafnavegi og til baka

samtals 32 km þar, og svo sömuleið nema hjólað er út að Reykjanesvirkjun og til baka samtals 64 km.   Nánar kynnt síðar.

Og í ágúst þá stöndum við fyrir svokallaðri Sprettþraut fyrir hádegi, það er annarsvegar opinni keppni fullorðina þar sem keppt er í sundi, hjóli og endað á

hlaupi.  og svo eftir hádegi er fjölskyldu sprett þaraut, þar sem 3 aðilar geta t.d skipt með sér að taka þátt það er einn að synda, annar að hjóla og svo þriðji fjölskyldumeðlimur að hlaupa. Nánar kynnt síðar.

Við höfum af og til verið með sjósunds keppni svokallaða ” Marbendill ”  það er einmit meiningin að bjóða upp á það í sumar um miðjan júlí. Endanleg dagsetning samt ekki enn sem komið er ákveðin.

Félagar í 3N standa árlega fyrir viðburðum svo sem;  Þorláksmessu sund 1500M og Kirkjuhlaup í lok desember þar sem skokkað er á milli helstu safnaðarheimia og kirkjna í Keflavík og Njarðvík,

endað við Kirkjuna í Innri Njarðvík með kakói og kökum. 🙂

_ROS6524 _RSO0086 _RSO0130 _RSO0141 _ROS6681 _RSO0165 _RSO0173 _ROS6849 _ROS5175 _ROS2361 _ROS7198 _ROS5610 _ROS7377 _ROS7374 _ROS5236