Skráning iðkenda fyrir starfsárið 2016-17

Allir iðkendur þurfa að skrá sig til þátttöku og greiða æfingagjöld. Núna er aðeins eitt gjaldtímabil, árgjald í 3. – 7. flokki og skrá forráðamenn iðkendur inn sem heilsárs iðkendur. Í 8. flokki er tímabilin þrjú, haust, vetur og sumar.

Skráningar fara áfram fram í gegnum NORA skráningarkerfið sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan 

Skráning Iðkenda

Skráningar hefjast 25. september 2016 og eiga allir verðandi iðkendur á starfsárinu að hafa lokið skráningu fyrir 4. nóvember 2016. Eftir þann tíma fara allar skráningar fram í gegnum skrifstofu deildarinnar.

Við vekjum athygli á nú er hægt að ganga frá gjöldunum jafnt á innheimtu í heimabanka og kreditkorti, hægt er að skipta greiðslu árgjaldsins niður á mest 11 mánuði. Ef valið er að greiða með innheimtu í heimabanka þá skal velja greiðsluseðill en annars kreitkort.

Ef valið er að fá innheimtu í heimabanka þá leggst seðilgjald á hvern reikning auk þess sem vextir reiknast á greiðsluseðla séu þeir greiddir eftir gjalddaga. Innheimtan er í höndum Greiðslumiðlunar og ef dregst að greiða er innheimtan send í innheimtu hjá Mótus.

Þeir foreldrar/forráðamenn sem lenda í vandræðum með skráningu er bent á að hafa samband við skrifstofu knattspyrnudeildar, ganga frá æfingargjöldum og við aðstoðum eða sjáum um frágang skráningar.

Þeir sem ekki eru í stakk búnir að kljúfa þær greiðslur sem deildin setur er bent á að sinna samt skráningu á skrifstofu deildarinnar. Því engum verður meinað að æfa. Við finnum alltaf einhver ráð og farið er með þau mál sem trúnaðarmál. Einnig  er aðilar vilja hafa annað form á greiðslu æfingagjalda.

Síminn á skrifstofu knattspyrnudeildar er 421 1160 / 862 8906 (framk.stjóri), netfang njardvikfc@umfn.is

Upplýsingar um starf yngri flokka

Hér eru allar helstu upplýsingar um starfsemi yngri flokka sem við vonumst til að forráðamenn kynni sér vel. Við áskiljum við okkur rétt að gera breytingar frá því sem upp er talið ef ástæða er til eða þurfa þykir vegn aannarra breytinga. Starfsárið hefst 1. október 2016 og stendur fram að mánaðarmótum ágúst – september 2017 allt eftir verkefnum flokkanna.

Innritunarskilmálar;

Greiðslur æfingagjalda og greiðslumöguleikar

  1. Ganga frá greiðslum við skráningu í skráningarkerfi NORA þar sem hægt er að setja árgjaldið á raðgreiðslur og greiða þau í 1 til 11 greiðslum á greiðslukortum. Skráningar hefjast 25. september 2016 og eiga allir verðandi iðkendur á starfsárinu að hafa lokið skráningu fyrir 4. nóvember 2016.
    Eftir þann tíma fara allar skráningar fram í gegnum skrifstofu deildarinnar.
  2. Þeir sem ekki hafa aðgeng að greiðslukortum geta fengið að skipta greiðslum niður annað hvort með því að láta greiðsluþjónustu sína hjá viðskiptabanka dreifa henni eða fá umsamda greiðslu inná heimabanka sem kröfu.
  3. Deildin innheimtir ekki æfingagjöld með greiðsluseðli. Óski greiðandi eftir greiðsluseðli eða að fá að greiða þannig er það gert samkvæmt nánara samþykki.
  4. Iðkandi telst hafa hafið æfingar frá þeim tíma sem hann er fyrst skráður við æfingar hjá þjálfara.
  5. Ef iðkandi hættir iðkun fellur greiðsla niður frá næstu mánaðarmótum eftir að foreldri/forráðamaður hefur tilkynnt að iðkandi er hættur.

          Forráðamaður skal tilkynna að barn sitt sé hætt iðkun með því að senda tilkynningu um það á
netfang deildarinnar 
njardvikfc@umfn.is .

Afslættir æfingagjalda

*Systkynaafsláttur er 30 % sem er dreginn af yngra barninu. Séu systkini fleiri en tvö skal veittur áfram 30% afsláttur.

Hvatagreiðslur Reykjanesbæjar

Reykjanesbær greiðir árlega hverju barni sem lögheimili á í bæjarfélaginu og er á aldrinum 6-16 ára (er í grunnskólanámi) kr. 15.000 til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta,- tómstunda og listgreinastarfi. Skilyrði þess að hægt sé að nýta hvatagreiðslurnar er að um skipulagt starf sé að ræða, sem er stundað undir leiðsögn þjálfara og kennara/leiðbeinanda og nái yfir eina önn eða að lágmarki 8 vikur. Hafi viðkomandi ekki nýtt sér hvatagreiðslur að hluta eða að fullu þá falla eftirstöðvar niður um áramót.

Fræðslusvið Reykjanesbæjar biður gjaldkera íþrótta- og tómstundafélaga (líka listgreinar s.s. dans, söngur og ballet) í Reykjanesbæ að senda á rafrænu formi (exelskjal) eftirfarandi upplýsingar á netfangið hvatagreidslur@reykjanesbaer.is

Staðfestingu á að iðkandi /þátttakandi hjá deild/félagi hafi greitt æfinga- eða þátttökugjald vegna ársins 2015, upphæð gjaldsins, kennitölu og nafn barns og kennitölu, reikningsnúmer og nafn foreldris/forráðamanns. Þegar þessar upplýsingar hafa borist Þjónustuveri bæjarins mun Reykjanesbær greiða kr. 15.000.- til foreldra barna í gegnum kerfið Mitt Reykjanes
Greiðsla fer fram 10. hvers mánaðar í fyrsta skipti 10.febrúar og lýkur 10. desember 2015.
Sækið um hvatagreiðslur á https://mittreykjanes.is/web/login.html

Gjaldskrá 2016 – 2017

Gjaldskrá knattspyrnudeildar hækkar frá fyrra ári um 20% eða um 6.000 kr fyrir 3.-6.flokk en úr 36,500 kr í 40,000 kr í 7. flokki.
Knattspyrnudeildin hefur verið tregt til að hækka gjöldin en við verðum að bregðast auknum kostnaði við rekstur þessara starfsemi.

Við eigum eftir þessa hækkun ennþá talsvert langt í að ná gjöldum annarra félaga sem eru að veita sambærilega þjónustu.

Iðkendur í 3. flokki drengja árgangar 2001 og 2002 greiða árgjald kr 63.000.- (* mánaðargjald 5.727 kr)
Iðkendur í 4. flokki drengja árgangar 2003 og 2004 greiða árgjald kr 63.000.- (* mánaðargjald 5.727 kr)
Iðkendur í 5. flokki drengja árgangar 2005 og 2006 greiða árgjald kr 63.000.- (* mánaðargjald 5.727 kr)
Iðkendur í 6. flokki drengja árgangar 2007 og 2008 greiða árgjald kr 63.000.- (* mánaðargjald 5.727 kr)
Iðkendur í 7. flokki drengja árgangar 2009 og 2010 greiða árgjald kr 40.000.- (* mánaðargjald 3.636 kr)
* Mánaðargjöld eru miðuð við 11 mánaða dreyfingu á árgjaldi

Iðkendur í 8. flokki árgangar 2011 og 2012 drengir og stúlkur.
Fyrsta námskeiðið hefst 29.september og stendur til 15.desember og kostar námskeiðið kr. 8.000.- Skráningar í fara fram á þessari skráningarsíðu. Skáning 8. flokkur

 

Aðrar upplýsingar

Ferðakostnaður og mótakostnaður
Er greiddur af iðkendum, kostnaðurinn er misjafn eftir í hvaða flokki iðkandi er og hver verkefnin eru. Knattspyrnudeildin greiðir kostnað þjálfara í keppnisferðum.

Samstarf við foreldra
Knattspyrnudeildin mun funda með foreldrum í öllum flokkum og þar eru ákvarðanir teknar um umfang verkefna hvers flokks. Einnig munum við fá foreldra til að mynda með okkur foreldra ráð fyrir hvern flokk sem vinnur með stjórn og þjálfara að móta þau verkefni og málefni sem snúa að hverjum flokk fyrir sig og að koma að verkefnum sem deildin stendur fyrir.

Keppnisbúningur
Iðkendur í 3. flokki og en í 4. flokki og niður í 7. flokki eiga sína keppnisbúninga sjálfir. Sjá annars undir Vörur hér á heimasíðunni.

Sokkar
Keppnissokkar eru hvitir. Engum iðkanda er heimilt að nota annan lit í keppni og skal þjálfari sjá til að þessi regla sé virt. Sérstakir keppnissokkar eru til hjá deildinni í Vallarhúsinu. Sjá annars undir Vörur hér á heimasíðunni.

Félagsgallinn
Allir iðkendur þurfa að eiga félagsgallann og er skilt að mæta með hann á keppnisstað, til að nota við upphitun svo og til að halda á sér hita í hléum á keppnisstað. Sjá annars undir Vörur hér á heimasíðunni.