Stuðningsmannafélagið Njarðmenn
Vilt þú leggja þitt að mörkum við að hjálpa Njarðvík innan sem utan vallar í baráttunni sem framundan er í 2.deild karla í knattspyrnu? Þá getur þú skráð þig í stuðningsmannafélagið Njarðmenn.
Stuðningsmannafélagið Njarðmenn fagnar 21 árs starfsafmæli í ár, en það var stofnað þann 15. janúar árið 2001.
Nokkrar mismunandi leiðir eru til að leggja sitt á vogarskálarnar með því að gerast bakhjarlar knattspyrnudeildar Njarðvíkur.
Annarsvegar er það að gerast Njarðmaður, en hægt er að velja um að greiða eingreiðslu fyrir árið, eða skipta greiðslunum niður á 5 mánuði.
Auk þess sem hægt er að velja Njarðmenn PLÚS sem gerir þér kleift að bjóða einum einstakling með þér á leik.
Að lokum er hægt að kaupa Njarðmenn EXTRA kort sem gefur þér sömu fríðindi og Njarðmenn hafa auk Njarðvíkurvarnings að eigin vali + boði á lokahóf meistaraflokks í lok tímabils.
Leiðirnar sem finna má á Sportabler eru eftirfarandi:
1) 3000. kr – Vertu mikilvægur bakhjarl knattspyrnudeildarinnar og styrktu deildina um 3.000 krónur á mánuði. Hægt að segja upp áskrift hvenær sem er.
2) 17.500 kr – Ein greiðsla – Njarðmenn
3) 3.500 kr á mánuði – 5 greiðslur – Njarðmenn
4) 25.000 kr – Ein greiðsla – NjarðmennPLÚS sem getur boðið einum með á leik.
5) 5.00 kr á mánuði – 5 greiðslur – NjarðmennPLÚS
6) 35.000 kr – Ein greiðsla – NjarðmennEXTRA – Sömu fríðindi og NjarðmennPLÚS + Njarðvíkurvarningur að eigin vali og boð á lokahóf meistaraflokks.
Hinsvegar er einnig hægt að velja um að styrkja deildina með frjálsum framlögum, stórum sem smáum. Annaðhvort í Sportabler forritinu eða leggja beint inn á reikning deildarinnar, sem má sjá hér að neðan.
Kennitala 710192-2359 og reikningsnúmer 0121-05-412163.
Til að ganga til liðs við Njarðmenn smelltu hér!
Innifalið í Njarðmönnum:
* Aðgangskort sem gildir á alla 11 heimaleiki Njarðvík í Íslandsmótinu í sumar. Sem veitir auk þess aðgang að veitingum í hálfleik fyrir félagsmenn.
* Kynningarfundur fyrir mót ásamt fleiri samkomum/viðburðum
* Aðgangur að Facebook síðu stuðningsmannafélagsins
Athugið:
* Aðgangskortin gilda ekki á leiki í Bikarkeppni KSÍ (Mjólkurbikarinn) en hlunnindi korts gilda áfram.

Takk kærlega fyrir stuðninginn kæri Njarðvíkingur!