Ert þú ekki ennþá orðin félagsmaður? Við þurfum á öllum stuðning á að halda, framundan er stórt verkefni. Baklandið þarf að vera sterkt og því leitum við til þeirra sem á einn og annan hátt hafa komið að stafsemi okkar í gegnum árin og að sjálfsögðu eru allir aðrir velkomnir á ganga í félagið. Félagið var stofnað þann 15. janúar 2001 og er því 19 ára. Félagsgjöldin eru mikilvægur tekjupóstur fyrir rekstur meistaraflokks Njarðvíkur

Félagsgjöldin 2020
A aðild – 15.000 kr
Aðild A er innheimt með greiðslukröfu í banka í fimm greiðslum, staðgreitt eða 12 jöfnum raðgreiðslum yfir árið á korti.  Gjalddagar 1.febúrar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní. Hver greiðsla kr. 3.000.- og við fyrstu greiðslu eru þær næstu stofnaðar.

B aðild – hjónagjald 22.500 kr
Aðild B er innheimt með greiðslukröfu í banka í fimm greiðslum, staðgreitt eða 12 jöfnum raðgreiðslum yfir árið á korti.  Gjalddagar 1.febúrar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní. Hver greiðsla kr. 4.500.- og við fyrstu greiðslu eru þær næstu stofnaðar.

C aðild – 20.000 kr
Aðild C er innheimt staðgreitt eða með 12 jöfnum raðgreiðslum yfir árið á korti.C aðild er æluð þeim sem vilja styrkja deildina sérstaklega með þessari upphæð eða upphæð sem er hærri en þessi. Þeir sem eru handhafar C aðildar fá boðsmiða á lokahóf meisaraflokks.

Innheimta og skráningar
Stofnaðar verða kröfur í heimabanka hjá þeim sem hafa verið félagar ásamt þeim sem við viljum bjóða í félagið með gjalddaga 1. febrúar. Einnig er hægt að skrá sig í félagið með því að fara á Skráningarsíðu UMFN í Nora-kerfinu og skrá sig þar.
Þeir sem vilja skipta greiðslum á kretitkortum og þeir sem vilja fá aðra greiðslumöguleika þá er þeim bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra deildarinnar í síma 421 1160 / 862 6905 eða á njardvikfc@umfn.is .

Innifalið
* Aðgangnskort sem gildir á alla 11 heimaleiki Njarðvík í Íslandsmótinu í sumar. Sem veitir auk þess aðgang að veitingum í hálfleik fyrir félagsmenn.
* Kynningarfundur fyrir mót ásamt fleiri samkomum
* Reglulegur tölvupóstur til félagsmanna
* Aðgangur að Facebook síðu stuðningsmannafélagsins

Athugið:

  • Félagsmaður er styrktaraðili, en er ekki að kaupa ársmiða. Ársmiði er samt innifalinn.
  • Aðgangskortin gilda ekki á leiki í Bikarkeppni KSÍ (Borgunarbikarinn) en hlunnindi kortsin gilda þess í áfram
  • Almennt miðaverð í sumar verður kr. 1.500 pr leik.
  • Félagsmönnum er bent á að eingöngu félagsmenn (ekki börn félagsmanna) fá aðgang að sal í hálfleik.