UMFN_logo-L

Lög Ungmennafélags Njarðvíkur

1. grein

Heiti og aðsetur

Félagið heitir Ungmennafélag Njarðvíkur. Skammstafað UMFN.

2. grein  

Heimili þess og varnarþing er í Reykjanesbæ. Félagið er aðili að Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Skammstafað ÍRB.

3. grein

Markmið

Markmið félagsins er iðkun íþrótta og efling íþróttamála og að

auka áhuga almennings á íþróttum og félagsmálum.

4. grein

Þessu markmiði hyggst félagið ná með því að;

 1. a) Halda uppi íþróttakennslu fyrir félaga sína.
 2. b) Standa fyrir og taka þátt í íþróttamótum.
 3. c) Halda uppi fræðslu um íþróttamál á hvern þann hátt sem kostur er á hverjum tíma.
 1. d) Standa fyrir að byggð verði fullkomin íþrótta- og félagsaðstaða.
 1. e) Standa fyrir góðu og vönduðu æskulýðsstarfi þar sem áhersla er lögð á heilbrigt líf og vinna gegn vímuefnanotkun.
 2. f) Að vinna að markmiðum og stefnuskrá ÍSÍ og UMFÍ

Félagar

5. grein

Félagi getur orðið hver sá, sem æskir þess og samþykkir að gangast undir lög og skyldur félagsins og er samþykktur af stjórn þeirrar deildar, er hann óskar eftir að vera skráður í. Aðalstjórn skal samþykkja inntökubeiðni þeirra, sem ekki ætla að ganga í sérstaka

deild. Heimilt er að láta skrá sig í fleiri en eina deild gegn greiðslu ársgjalds til viðkomandi deildar.

Félagar teljast virkir styrktar og eða ævifélagar:

 1. a) Virkir félagar teljast þeir sem sækja æfingar hjá félaginu og

þeir sem eru í stjórn félagsins eða gegna öðrum trúnaðarstörfum.

 1. b) Styrktarfélagar teljast þeir sem ekki iðka íþróttir en vilja vera

áfram félagar og styrkja félagið ár hvert með fjárframlagi sem

aðalstjórn ákveður.

 1. c) Allir sem náð hafa 50 ára aldri geta gerst ævifélagar. Gjald

ævifélaga er ákveðin upphæð í eitt skipti fyrir öll.

6.grein

Skipulag félagsins

Félagið er myndað af einstaklingum í íþrótta – og félagsdeildum og félagsmönnum utan deilda.

Félagið hefur sameiginlega aðalstjórn,sem er æðsti aðili þess milli aðalfunda.

Málefnum félagsins er stjórnað af:

 1. Aðalfundi félagsins.
 2. Aðalstjórn félagsins.
 3. Aðalfundum deilda.
 4. Stjórnum deilda.

Aðalfundur félagsins

7. grein

Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald og ákvörðunarrétt í öllum málum þess. Skal hann haldinn eigi síðar en 15. mars ár hvert. Auglýsa skal aðalfundinn opinberlega, í staðarblöðum, með 2 vikna fyrirvara. Aðalfundurinn telst lögmætur ef löglega er til hans boðað. Tillögum um breytingar á lögum félagsins skal senda aðalstjórn eigi síðar en 3 vikum fyrir aðalfund. Heimilt er þó að taka fyrir á aðalfundi tillögur til breytinga á lögum félagsins, sem síðar koma fram ef 2/3 hlutar viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna eru því samþykkir.

8.grein

Dagskrá aðalfundar

Dagskrá aðalfundar félagsins skal vera sem hér segir:

 1. Fundarsetning.
 2. a) Kosinn fundarstjóri
 3. b) Kosinn fundarritari.
 4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
 5. a) Formaður félagsins leggur fram skýrslu aðalstjórnar um starfssemi og framkvæmdir á liðnu starfsári.
 1. b) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar.
 2. c) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
 3.  Lagðir fram reikningar fastra nefnda til samþykktar.
 4.  Lagabreytingar sbr. 7. gr. og 10. gr.
 5.  Tilnefning íþróttamanns Ungmennafélags Njarðvíkur
 1. Heiðursviðurkenningar
 2. Kosning;
 1. Kosinn formaður
 2. Kosnir 2 stjórnarmenn til tveggja ára.
 3. Kosnir 2 stjórnarmenn.
 4. Kosnir 2 varamenn.
 5. Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara.
 1. Kosning fastra nefnda er aðalfundur ákveður.
 2. Ákveðið félagsgjald og ævifélagsgjald.
 3. Önnur mál
 4. Fundarslit.

Aukaaðalfundur félagsins

9. grein

Aukaaðalfund félagsins má halda ef aðalstjórn álítur þess þörf eða ef 1/4 atkvæðisbærra fundarmanna á aðalfundi félagsins óska eftir því, enda tilkynni þeir um leið fundarefni það er ræða á. Aukaaðalfundur er lögmætur sé til hans boðað skv. 7. gr. þessara laga. Aukaaðalfundur hefur sama vald og aðalfundur. Lagabreytingar og stjórnarkosningar skulu þó ekki fara fram á aukaaðalfundi.

Atkvæðagreiðslur, kjörgengi og félagsgjöld

10. grein

Á aðalfundi félagsins ræður einfaldur meirihluti úrslitum mála, nema þegar um er að ræða tillögur til breytinga á lögum félagsins, en þær verða að samþykkjast af 2/3 viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna. Kosningar skulu vera skriflegar ef þess er óskað. Séu atkvæði

jöfn við stjórnarkjör skal kosning endurtekin. Verði þá atkvæði enn jöfn skal hlutkesti ráða.

11. grein

Allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa kjörgengi til stjórnarstarfa, tillögurétt, atkvæðisrétt og málfrelsi á aðalfundi félagsins.

Félagar

12. grein

Sérhverjum félagsmanni ber að greiða félagsgjöld til þeirrar deildar sem hann er félagi í. Heiðursfélagar eru undanþegnir greiðslu félagsgjalda. Félagsgjöld virkra félaga og styrktarfélaga skal ákveðið á aðalfundum deildanna.

Aðalstjórn og verkefni

13.grein

Aðalstjórn félagsins ber að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Hún hefur umráðarétt yfir eignum félagsins og markar stefnu þess í aðalatriðum. Aðalstjórn skipar alla

trúnaðarmenn félagsins aðra en fulltrúa á ársþing sérsambanda ÍSÍ. Aðalstjórn er heimilt að skipa nefndir til að vinna að ákveðnum verkefnum á hennar vegum og skulu þær leggja allar meiriháttar tillögur og ákvarðanir fyrir aðalstjórn félagsins til samþykktar.

14. grein

Aðalstjórn félagsins skipa 5 menn, formaður kjörinn sérstaklega á aðalfundi félagsins til eins árs. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir þannig; tveir stjórnarmenn til tveggja ára.  Fyrir eru þá alltaf tveir stjórnarmenn frá fyrra ári. Árlega skal kjósa tvo menn í varastjórn og tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara.  Stjórn skiptir með sér verkum þannig;  varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi.  Kjörtímabil aðalstjórnar er milli aðalfunda félagsins.  Óski stjórnarmaður sem kjörinn hefur verið til tveggja ára að hætta í stjórn eftir eitt ár skal kjósa í hans stað aðalmann á næsta aðalfundi til eins árs.

Formaður boðar til fundar í aðalstjórn, þegar hann telur nauðsynlegt eða ef 1 stjórnarmaður óskar eftir fundi. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála í aðalstjórn að undanskildum þeim málum sem fjallað er um í 15. gr. (heiðursmerki).

Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti aðalstjórnar er mættur.

Viðurkenningar, heiðursmerki

15.grein

Aðalstjórn veitir viðurkenningar fyrir íþróttaárangur eða störf í þágu félagsins eða ungmenna – og íþróttahreyfingarinnar samkvæmt sérstakri reglugerð sem samþykkt er á aðalfundi félagsins  (sjá reglur um úthlutun heiðursmerkja í fylgiskjali 1).

Starfssvið deilda

16. grein

Hver deild innan félagsins skal hafa eigin stjórn, fjárhag og kennitölu. Hver deild skal vera fjárhagslega sjálfstæð og skal hafa tekjur af félagsgjöldum félagsmanna deildarinnar, af ágóða íþróttamóta og öðrum fjáröflunum sem hún tekur sér fyrir hendur í samráði við aðalstjórn félagsins (sbr. þó 25. gr.). Allar meiriháttar fjárhagslegar ákvarðanir einstakra deilda ber að leggja fyrir aðalstjórn til samþykktar. Í hverri deild skal skrá í sérstaka bók eða í tölvu úrslit kappleikja og árangur einstaklinga eða annað markvert sem fram fer innan deildarinnar. Í lok hvers starfsárs skal gera úrdrátt um hið markverðasta sem síðan skal tekið inn í sameiginlega ársskýrslu félagsins.

Aðalfundir deilda

17.grein

Aðalfundir deilda félagsins skulu haldnir eigi síðar en 1. febrúar ár hvert. Allir skuldlausir félagsmenn deildarinnar, 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi deildarinnar. Til aðalfundar deildarinnar skal boðað með viku fyrirvara með auglýsingu

opinberlega. Aðalfundur deildar er löglegur ef löglega er til hans boðað.

18. grein

Dagskrá aðalfunda deilda félagsins skal vera sem hér segir:

 1. Fundarsetning.
 2. Kosinn fundarstjóri.
 3. Kosinn fundarritari.
 4. Fundargerð síðasta aðalfundar skal leggja fram.
 5. Formaður deildar leggur fram skýrslu deildarstjórnar

um starfssemina á liðnu starfsári.

 1. Gjaldkeri deildar leggur fram og útskýrir endurskoðaða

reikninga deildarinnar fyrir liðið starfsár.

 1. Kosningar:
 2. a) Kosinn formaður.
 3. b) Kosnir 4 meðstjórnendur.
 4. c) Kosnir 3 menn í varastjórn
 5. d) Kosnir 2 endurskoðendur og einn til vara.
 6. e) Kosið í nefndir og ráð sem aðalfundur ákveður.
 7. Ákveðið æfingargjald fyrir næsta starfsár.
 8. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
 9. Önnur mál
 10. Fundi slitið.

Heimilt er að kjósa færri eða fleiri í stjórn deildar, enda hafi aðalstjórn félagsins samþykkt þá ráðstöfun fyrir aðalfund deildarinnar.

19. grein

Á aðalfundi deildar ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála. Kosning deildarstjórnar skal vera skrifleg ef þess er óskað. Ef atkvæði eru jöfn skal kosið að nýju, bundinni kosningu og fáist enn ekki úrslit ræður hlutkesti.

20.grein

Vanræki deild að halda aðalfund á lögákveðnum tíma skal aðalstjórn félagsins boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans.

21. grein

Stjórn hverrar deildar félagsins skal skipuð þeim fjölda manna sem segir í 19. gr. Deildarstjórn ákveður verkaskiptingu meðstjórnenda. Kjörtímabil deildarstjórnar er á milli aðalfunda viðkomandi deilda. Deildarstjórnirnar skulu vinna að eflingu félagsins hver á sínu sviði.

Deildarstjórn skipar þá fulltrúa sem Íþróttabandalagið ákveður að skuli vera fulltrúar félagsins á ársþing sérsambanda ÍSÍ.

22.grein

Heimilt er stjórn deildar að boða til aukaaðalfundar deildar að fengnu leyfi aðalstjórnar. Til aukaaðalfundar skal boða á sama hátt og til aðalfundar. Dagskrá aukaaðalfundar skal vera sem hér segir:

 1. Fundarsetning
 2. a) Kosinn fundarstjóri.
 3. b) Kosinn fundarritari.
 4. Stjórnarkjör.
 5. Milliuppgjör kynnt.
 6. Fundarslit.

Stofnun nýrra deilda

23.grein

Komi fram óskir meðal félagsmanna um stofnun nýrra deilda innan félagsins, skal aðalstjórn taka þær til athugunar. Samþykki aðalstjórn slíka ósk, skal hún sjá um undirbúning að stofnfundi sem fara skal fram samkvæmt ákvæðum laga þessara um aðalfundi deilda. Stofnun hinnar nýju deildar skal síðan leggjast fyrir næsta aðalfund til staðfestingar.

Fundir formanna deilda og aðalstjórnar

24.grein

Aðalstjórn félagsins skal eigi sjaldnar en 4 sinnum á ári hverju halda fundi með formönnum deilda. Á fundum þessum skal aðalstjórn leggja fram yfirlit um helstu verkefni hennar. Formenn deilda skulu skýra aðalstjórn frá starfsemi deildanna. Einnig skal á fundum þessum tekin ákvörðun um að einstökum deildum verði veitt leyfi til fjáröflunar í nafni félagsins og ákveðin skipting ágóða af þeirri fjáröflun sem félagið í heild stendur að.

Spjaldskrár og reikningsár

25.grein

Sérhver deild félagsins skal halda félagaskrá deildarinnar. Styrktarfélagar sem eru utan deildanna skulu skráðir sérstaklega af aðalstjórn. Allar deildir skili inn félagaskrá til aðalstjórnar sem haldi utan um heildarskrá félagsins.

26.grein

Reikningsár félagsins og deilda þess skal vera almanaksárið.

Úrsagnir, eignir og félagaslit

27.grein

Úrsagnir skal senda skriflega til viðkomandi deildarstjórnar. Öllum skyldum verður að vera fullnægt áður en úrsögn kemur til greina. Ef um er að ræða félagaskipti til erlendra félaga skal sérstök ráðgjafanefnd aðalstjórnar fjalla um málið. Sama gildir um innlend félagaskipti ef ástæða þykir til.

28.grein

Eignir hverrar deildar er sameign félagsins. Hætti deild starfsemi skal stjórn deildarinnar afhenda aðalstjórn félagsins eignir hennar. Taki deildin ekki upp starfsemi aftur innan 5 ára renna eignir hennar í aðalsjóð félagsins. Verðlaunagripir og verðmæt skjöl skulu vera í vörslu aðalstjórnar. Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi félagsins og þá með samþykki 4/5 hluta viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna.

Búningur og merki félagsins

29.grein

Hver íþróttadeild skal fá samþykki aðalstjórnar fyrir búningi sínum.

Búningur félagsins skal vera grænar buxur með hvítum röndum, grænn bolur með hvítum röndum.

Telji deild nauðsynlegt að víkja frá þessu, skal hún áður leita samþykkis aðalstjórnar.

Varabúningar skulu valdir í samræmi við félagsliti ef kostur er en sé þess ekki kostur skal félagsdeild leita samþykkis aðalstjórnar. Hið sama gildir um hverskonar hlífðarfatnað sem notaður er við æfingar og keppni á vegum félagsins. Merki félagsins er;

Lagabreytingar

30. grein

Lögum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi félagsins, og þarf til þess samþykki 2/3 hluta viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna sbr. 10. gr. Tillögur til lagabreytinga skulu tilkynntar með aðalfundarboðinu og skulu þær liggja frammi hjá aðalstjórn félagsins eigi skemur en 14 dögum fyrir aðalfund félagsins.

Gildistaka

31.grein

Lögin þannig samþykkt á aðalfundi félagsins 16. mars 2017 öðlast þau þegar gildi. Lögin þurfa staðfestingu Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og framkvæmdastjórnar ÍSÍ og UMFÍ.

Sama gildir um síðari lagabreytingar.  Jafnframt eru felld úr gildi öll eldri lög félagsins.

Reglugerð um úthlutun heiðursviðurkenninga Ungmennafélags Njarðvíkur

1. grein

Reglugerð þessi er sett með vísan til 15. greinar laga félagsins þar um.


2. grein

Kjósa má heiðursfélaga og skal þá afhent heiðursfélagaskírteini og gullmerki UMFN með lárviðarsveig. Framangreind heiðursveiting er æðsti heiður er félagið veitir.

3. grein

Aðalstjórn félagsins kýs heiðursfélaga og þurfa minnst 2/3 stjórnarmanna að vera því samþykkir. Heiðursfélagar eru undanþegnir árgjöldum en hafa öll réttindi í félaginu.

4. grein

Eftirfarandi heiðursmerki skulu veitt eftir sömu reglum og gilda um kosningu heiðursfélaga:

 • Gullmerki UMFN með lárviðarsveig fyrir langt og frábært starf í þágu félagsins. Aldrei geta fleiri en 10 heiðursfélagar verið handhafar gullmerkis félagsins með lárviðarsveig.
 • Gullmerki UMFN fyrir frábær störf í þágu félagsins en þó aldrei fyrr en eftir 20 ára starf eða keppni fyrir félagið.
 • Silfurmerki UMFN með fyrir 15 ára frábært starf eða keppni fyrir félagið.
 • Bronsmerki UMFN fyrir 10 ára starf eða keppni fyrir félagið.
 • Sérstök þakkarviðurkenning sem aðalstjórn leyfist að veita, ef hún telur ástæðu til.
 • Aðalstjórn er heimilt að veita “félagsmálaskjöld UMFN”, sem er áletruð viðurkenning með merki félagsins.
  Félagsmálaskjöldur UMFN veitist þeim, sem eru starfandi í félaginu og hlotið hafa gullmerki UMFN, við merkisafmæli eða önnur tímamót viðkomandi félagsmanns.

5. gr.
Starfs- og keppnisaldur skal miðaður við 16 ára aldur.