Vegna kostnaðarsamra verkefna á vegum SSÍ gildir eftirfarandi:

Sundmenn Sunddeildar Keflavíkur (SK) og Sunddeildar UMFN (SN) geta sótt um styrk vegna kostnaðarsamra verkefna á vegum SSÍ til Sundráðs ÍRB. Þetta gildir um verkefni þar sem sundmenn hafa verið valdir eða náð lágmörkum í hin ýmsu landsliðsverkefni.

Einnig geta sundmenn SK og SN sem hafa greitt skráningargjald til deildanna en æfa erlendis sótt um styrk til að koma á meistaramót á Íslandi s.s. ÍM25 og ÍM50. Styrkir til sundmanna sem æfa erlendis og vilja koma heim til að reyna við lágmörk á Íslandsmeistaramóti er kr. 10.000 og ef þeir ná lágmörkum á mótinu fá þeir 10.000 kr. í viðbót.

Styrkir í öllum flokkum geta aldrei orðið hærri en sannarlegur kostnaður sundmanns við verkefnið. Ef synt er í beinum úrslitum fellur niður styrkur fyrir að ná inn í úrslit.

Með umsókn skal skila inn reikningum/kvittunum/flugmiðum eða upplýsingum frá SSÍ sem sýnir útlagðan kostnað.

Umsóknareyðurblað má finna hér og skal skila á sundradirb@gmail.com eða til formanns Sundráðs.

Flokkur 1 – Mare Nostrum, NMU (gæti færst í flokk 2 eftir lágmörkum), allir smáþjóðaleikar og meistaramót smáþjóða, NMÆ (gæti færst í flokk 2 eftir lágmörkum) og önnur mót sem SSÍ fer á sem ekki eru flokkuð hér. – Minnsti stuðningur

10.000 fyrir að ná inn á mót og fara.
5.000 í viðbót ef sundmaður nær inn í úrslit í einstaklingsgrein.
10.000 í viðbót ef sundmaður kemst á verðlaunapall í einstaklingsgrein.

Hámarksstyrkur kr. 25.000

Flokkur 2 – EMU (Evrópumeistaramót unglinga), EM (Evrópumeistaramót), Eyof (Ólympíudagar evrópu æskunnar) – Miðlungs stuðningur

20.000 fyrir að ná inn á mót og fara.
10.000  í viðbót ef sundmaður nær inn í úrslit í einstaklingsgrein.
20.000 í viðbót ef sundmaður kemst á verðlaunapall í einstaklingsgrein.

Hámarksstyrkur kr. 50.000

Flokkur 3 Ólympíuleikarnir, Heimsmeistaramót 25 og 50, Ólympíuleikar æskunnar/unglinga, Heimsmeistaramót unglinga.–– Mesti stuðningur

40.000 fyrir að ná inn á mót og fara.
20.000 í viðbót ef sundmaður nær inn í úrslit í einstaklingsgrein.
40.000 í viðbót ef sundmaður kemst á verðlaunapall í einstaklingsgrein.

Hámarksstyrkur er kr. 100.000

Þeir sundmenn sem hafa náð lágmörkum á stórmót erlendis og taka þátt í landsliðsverkefnum eða öðrum stórum verkefnum geta fengið stuðning og aðstoð við tilhögun fjáraflana. Vinsamlega hafið samband við formann Sundráðs ÍRB, sundradirb@gmail.com