Við Njarðvíkingar getum ekki borið höfðuðið hátt eftir viðeign okkar við Hauka í kvöld, stórt tap 1 – 5 á heimavelli. Það er óhætt að segja eins og sagt er mikið í dag að við hefðum ekki mætt til leiks. Ekkert gekk upp í fyrrihálfleik og Haukar gegnu á lagið og settu þrjú mörk á 17, 25 og 35 min án þess að við kæmum neinum vörnum við og svo bættu því fjórða á 45 mín. Arfaslakur fyrri hálfleikur.
Njarðvíkingar komu einbeittir til leiks í seinnihálfleik og ætluðu greinilega að bæta um fyrir fyrrihálfleikinn. Gerð var hörð hríð að Haukamarkinu sem endaði með marki sem Ari Már Andrésson gerði á 49 mín. Markið kveikti í liðinu og stuttu seinna small boltinn í slánna og nokkur góð færi eftir hornspyrnur en engin mörk. Þegar leið á leikinn jafnaðist leikurinn og liðin skiptust á að sækja og verjast. Fimmta markið kom síðan á 90 mín og það verður að skrifast á markvörð Njarðvíkinga sem tókst ekki að hreinsa almennilega frá heldur beint á andstæðing.
Höfðumeiðsli voru áberandi í leiknum og þurftu fjórir leikmenn tveir úr hvoru liðið á fara til meðhöndlunar á Heilsugæslunni.
Andri Fannar lék mestan leikinn með þennan útbúnað eftir höfðuhögg en fór síðar af velli og á Heilsugæsluna
Þetta var ekki gott kvöld fyrir okkur, þetta er stæðsta tap okkar á heimavelli síðan 2012, leikmenn okkar voru langt frá sínu besta og það vita þeir sjálfir enda liðið ekki líkt því liði sem byrjaði mótið. En þessi leikur er búinn og menn verða að nýta þessa bitru reynslu sér til góðs. Næsti leikur er í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn KR á fimmtudaginn í Reykjavík.
Leikskýrslana Njarðvík – Haukar
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Myndirnar eru úr leiknum í kvöld