Ungmennafélag Njarðvíkur

stofnað 1944

Njarðvík jafnar einvígið.

Njarðvík sigraði KR í kvöld á heimavelli sínum, í Ljónagryfjunni, með 85 stigum gegn 84. Leikurinn var sá 2. í undanúrslitaviðureign liðanna og náðu Njarðvíkingar því með sigrinum að jafna…

Úrslit hjá stelpunum á miðvikudaginn.

Njarðvíkingar - Styðjum liðið okkar til sigurs annað kvöld og tryggjum saman veru liðsins í úrvalsdeild að ári. Við þurfum á alvöru stuðningi að halda á móti sterku liði Stjörnunar.…

KO í vesturbænum

Íslandsmeistarar KR sendu í kvöld frá sér hávær skilaboð með öruggum 79-62 sigri á Njarðvík í fyrstu undanúrslitaviðureign liðanna í Domino´s-deild karla. Eftir öfluga 22-28 byrjun gestanna var sparslað upp…

Sterkur varnarsigur gegn Stjörnuni.

Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslit Domino´s-deildar karla eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum. Oddaviðureign liðanna fór fram í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem stemmningin var einu orði sagt…

Duga eða drepast!!

Þetta er ekkert flókið, það er "do or die, winner takes it all" leikur í Ljónagryfjunni annað kvöld á slaginu 19:15! Ykkur stuðningsmönnum verður hleypt inn um 6 leytið og…

Ásgarðurinn er staðurinn í kvöld.

Kæru Njarðvíkingar það er komið að leik númer 4 í þessu risavaxna einvígi milli okkar manna og Stjörnunnar. Leikurinn fer fram annað kvöld klukkan 19:15 á heimavelli Stjörnunnar í Ásgarði…

fyrirmyndarfelagisi

Körfuknattleiksdeild UMFN er „Fyrirmyndardeild ÍSÍ". Deildin uppfyllir allar þær kröfur sem ÍSÍ gerir til íþróttadeilda á Íslandi. Fyrirmyndarfélag er gæðaviðurkenning sem segir að deildin vinnur m.a. samkvæmt stefnuyfirlýsingu sem stjónin hefur gefið út.

Njarðvík sigraði KR í kvöld á heimavelli sínum, í Ljónagryfjunni, með 85 stigum gegn 84. Leikurinn var sá 2. í undanúrslitaviðureign liðanna og náðu Njarðvíkingar því með sigrinum að jafna einvígið 1-1. Þriðji leikurinn fer fram komandi sunnudag í DHL höllinni kl 19:15.

 

Það var ljóst strax í fyrsta leikhluta að heimamenn ætluðu sér að kvitta fyrir stórt tap í síðasta leik, en þeim tókst að klára hann með 11 stiga forystu í 23-12. Í öðrum leikhlutanum náði KR hinsvegar aðeins að komast í takt við leikinn. Þó ekki betur en það að munurinn var 12 stig þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 47-35.

 

Miklu munaði fyrir heimamenn hvað þeir náðu að koma Stefan Bonneau í takt við leikinn í þessum fyrri hálfleik, en hann hafði einmitt aldrei komist af stað í fyrri leik liðanna. Í þessum fyrri hálfleik setti hann 19 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Fyrir gestina var það Michael Craion sem dróg vagninn með 14 stig, 4 stoðsendingar og 5 fráköst.

 

Í seinni hálfleiknum komu gestirnir mun betur upplagðir til leiks en þeir höfðu gert í byrjun hans. Unnu hratt en örugglega niður forskot Njarðvíkur og voru komnir, þegar leikhlutinn endaði, með 4 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Unnu 3. leikhlutann með 16 stigum.

 

Í fjórða og síðasta leikhlutanum virtist geysisterkt KR lið ætla sér að loka þessum 2. leik liðanna á kunnulegan hátt. Þar sem þeir leiddu með nokkrum stigum og hleyptu Njarðvík ekki nálægt. Í restina á leiknum náðu heimamenn hinsvegar að brjóta þá á bak aftur, jafna og gera þetta að leik.

 

Undir blálokin náði maður leiksins, Stefan Bonneau, með aðeins nokkrar sekúndur eftir af leiknum svo að setja stærsta þrist (íslenska) ferils síns og kom hann með því Njarðvík einu stigi yfir 85-84. Annars skoraði hann 34 stig og tók 8 fráköst á þeim sléttu 40 mínútum sem hann spilaði í kvöld.

 

Umfjöllun, myndir & viðtöl / Davíð Eldur frá Karfan.is

 

Myndasafn#1

Myndasafn#2

Tölfræði

Íslandsmeistarar KR sendu í kvöld frá sér hávær skilaboð með öruggum 79-62 sigri á Njarðvík í fyrstu undanúrslitaviðureign liðanna í Domino´s-deild karla. Eftir öfluga 22-28 byrjun gestanna var sparslað upp í KR múrinn sem síðan hélt Njarðvík í samtals 16 stigum næstu tvo leikhluta! Lokatölur 79-62 og fjórði leikhluti var aldrei til umræðu. Njarðvíkingar eiga því þann vafasama heiður til þessa í úrslitakeppninni þetta tímabilið að vera það lið sem fæst stig hefur skorað í einum leik eða 62 talsins. Grindavíkingar voru fyrrum methafar með 65 stig í tapi gegn KR.

 

Eins og vitað var fyrir leik var Pavel Ermolinskij ekki í búning hjá KR í kvöld svo Björn Kristjánsson mætti út á parketið í stöðu leikstjórnanda. Menn voru svo ekkert að tvínóna við hlutina, þristum rigndi eftir að Helgi Magnússon hafði sett veiðitímabilið í gang. Helgi skellti niður tveimur þristum og kom KR í 8-3. Darri setti einn, Bonneau var þegar búinn að koma niður einum og Hjörtur Hrafn lét líka ljós sitt skína. Svo virtist sem þeir Teitur og Friðrik væru einir eftir í að koma inná og spreyta sig við einn langdrægan. 

Heimamenn settu 17 stig á gesti sína fyrstu fimm mínúturnar en þá snéru Njarðvíkingar taflinu sér í vil með 5-16 spretti. Logi Gunnarsson var í virkilega fínum gír á báðum endum vallarins og sannkallað fjöregg þeirra Njarðvíkinga. Finnur Atli lenti í basli strax í fyrsta leikhluta er hann nældi sér í þrjár villur á fjórum mínútum og fór því minna fyrir honum þennan fyrri hálfleikinn. Það var svo Snorri Hrafnkelsson sem toppaði flottan fyrsta leikhluta hjá Njarðvík er hann skoraði í teignum um leið og flautan gall og Njarðvík leiddi 22-28 eftir fyrsta leikhluta. 

Gestirnir opnuðu annan leikhluta jafn vel og þeir lokuðu þeim fyrsta, settu 5-0 á KR og komust í 22-33 en þegar hér var komið við sögu voru vírarnir í díselvélinni farnir að hitna og maskínan fór að malla sinn eðalmjöð. Ef 80% þriggja stiga nýting í fyrri hálfleik er ekki „gourmet“ frammistaða þá skulum við bara ræða vörn þeirra KR-inga. Allt í lás og Njarðvíkingar komust hvorki lönd né strönd. Ef þeir grýttu ekki boltanum frá sér þá var það upp í hendur KR varnarinnar nú eða að fella sig við afar erfið skot. 

Mirko og Logi lentu vissulega í villuvandræðum og það sást bersýnilega með Loga utan vallar að hann virtist einn um að vera í rétta gírnum Njarðvíkurmegin. Nú ef 80% þriggja stiga nýting KR var ekki að svíða gestina þá hrökk Craion í gang og fór að setja niður teigskotin sem höfðu dansað af hringum í fyrri hálfleik. Helgi Magnússon kom KR í 48-36 með þrist, hvað annað, og þegar flestir héltu að Njarðvíkingar myndu eiga lokasóknina var annað uppi á teningnum því laglegt hraðaupphlaup KR þar sem Brynjar Þór kláraði með sniðskoti kom heimamönnum í 50-36 og þannig stóðu leikar í háfleik. KR vann því annan leihluta 28-8, rosalegur leikhluti! 

Skotnýting liðanna í hálfleik:
KR:
Tveggja 37,5% - þriggja 80% - víti 80%
Njarðvík: Tveggja 56,2% - þriggja 33,3% og víti 50% 

Ef 28-8 leikhluti dugði ekki til að brjóta Njarðvíkinga þá voru upphafsmínútur þriðja leikhluta vel til þess fallnar. Brynjar Þór skellti niður þrist sem kom KR í 61-40 sem þýddi 11-4 byrjun meistaranna í síðari hálfleik og munurinn kominn yfir 20 stig. Menn eiga ekki afturkvæmt eftir svona hviður í DHL-Höllinni og þannig var það nákvæmlega fyrir gestkomendur í kvöld. 

Lokatölur 79-62 eins og áður greinir og á 20 mínútum í öðrum og þriðja leikhluta fór leikurinn 44-16 fyrir KR! Darri Hilmarsson er Lykil-maður leiksins að þessu sinni en hann var gríðarlega öflugur á báðum endum vallarins og kom það fáum á óvart í upphafi leiks að Darri skyldi vera settur til höfuðs Bonneau og komst einkar vel frá því verki. Það er reyndar liðsverk að hemja sóknarmann af tagi Bonneau en þar fór Darri fremstur á meðal jafningja. Crain hrökk af stað eftir hökt í byrjun og Helgi Magnússon var traustur frá upphafi. Brynjar Þór var einnig að hella dísel á færibandið og í svona langflestum tilvikum voru liðsmenn KR að gera einkar vel. 

Njarðvíkurmegin virtist Logi Gunnarsson einn manna gera sér grein fyrir hvað væri í vændum. Hann var ákafur frá fyrstu mínútu á meðan aðrir annað hvort heltust úr lestinni eða mættu ekki til leiks. KR-ingar sópa einvígið klárlega með þessum varnarleik en það er Njarðvíkinga að finna lykilinn að sigri og fá þeir annað tækifæri næstkomandi fimmtudag í Ljónagryfjunni. 

Lykil-maður leiksins: Darri Hilmarsson, KR
Tölfræði leiksins
Myndasafn - Bára Dröfn

Umfjöllun/ Jón Björn Ólafsson Karfan.is

Njarðvíkingar - Styðjum liðið okkar til sigurs annað kvöld og tryggjum saman veru liðsins í úrvalsdeild að ári. Við þurfum á alvöru stuðningi að halda á móti sterku liði Stjörnunar.

 

Stjórn kkd UMFN mun bjóða Grænu Ljónunum upp á enn eina "fermingarveisluna" í hálfleik.

 

Áfram Njarðvík

Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslit Domino´s-deildar karla eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum. Oddaviðureign liðanna fór fram í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem stemmningin var einu orði sagt frábær! Lokatölur 92-73 þar sem varnarleikur heimamanna var feykisterkur og sóknarleikurinn leiddur áfram af Stefan „Ég skora þegar ég vil“ Bonneau.

 

Garðbæingum var ekki til setunnar boðið og gerðu átta fyrstu stig leiksins, Jón Orri Kristjánsson opnaði leikinn með troðslu og í kjölfarið fylgdu þristar frá Shouse og Atkinson og Njarðvíkingar tóku leikhlé eftir tæplega tveggja mínútna leik. 

Pása heimamanna gaf vel því Njarðvíkingar komu út og breyttu stöðunni í 13-12 og nú var komið að Garðbæingum að taka leikhlé. Það gaf einnig vel fyrir gestina að biðja um fund því þeir héldu í 8-0 kafla og komust í 13-20 og ef þetta voru ekki nægilegar sveiflur þá lokuðu Njarðvíkingar leikhlutanum með 7-2 spretti og lauk honum með flautukörfu í teignum hjá Bonneau sem hafði fremur hægt um sig í fyrsta leikhluta með aðeins 4 stig í liði Njarðvíkinga. Atkinson var að sama skapi beittastur til að byrja með hjá Stjörnunni með 11 stig í fyrsta leikhluta og staðan 20-22 fyrir Stjörnuna.

Heimamenn í Ljónagryfjunni mættu í varnargallanum inn í annan leikhluta og héldu Stjörnunni í 11 stigum. Snorri Hrafnkelsson setti fordæmið og varði nánast allt sem nálgaðist körfuna á tíma. Ólafur Helgi var einnig drjúgur á varnarendanum en Njarðvíkingar voru samt í sóknarbasli framan af. Þegar losnaði um sóknartregðuna var það auðvitað Bonneau sem var að salla þessu niður enda hafði hann hægt um sig til að byrja með og var farið að kitla í gikkfingurinn. Þristur frá kappanum kom Njarðvík í 41-31og heimamenn leiddu 45-33 í hálfleik.

Stefan Bonneau gerði 14 stig í leikhlutanum og var með 18 stig og 7 fráköst í hálfleik en hjá Stjörnunni var Jeremy Atkinson með 15 stig og 11 fráköst

Skotnýting liðanna í hálfleik
Njarðvík:
Tveggja 50% - þriggja 35% og víti 75% 
Stjarnan: Tveggja 28% - þriggja 33% og víti 77%

Logi Gunnarsson opnaði síðari hálfleik með þriggja stiga körfu og kom Njarðvíkingum í 48-36. Hamagangur á heimamönnum þessar fyrstu mínútur síðari hálfleiks og góð stemmning en Marvin Valdimarsson keyrði þá sína menn í gang með því að setja tvo góða þrista og smám saman tókst Garðbæingum að finna varnartaktinn. 

Þriðji leikhluti reyndist bestur á vörnina hjá Stjörnunni til þessa, héldu Njarðvíkingum í 16 stigum og minnkuðu muninn í 61-55 fyrir fjórða og síðasta hluta. 

Þeir félagar Stefan Bonneau og Mirko Stefán tóku góðar rispur fyrir heimamenn í fjórða leikhluta. Eftir fjögurra mínútna leik í fjórða höfðu aðeins samtals 12 stig verið skoruð og Njarðvíkingar leiddu 69-59 og þeir Ágúst Angantýsson og Marvin Valdimarsson báðir á fjórum villum í liði Stjörnunnar. 

Atkinson setti nauðsynlegan þrist fyrir Garðbæinga og minnkaði muninn í 71-62. Körfuknattleiksunnendur hugsðu sér kannski gott til glóðarinnar á þessum tímapunkti og að í garð gengi æðisgenginn lokakafli. Sú varð ekki rauninn, þessum þrist frá Atkinson var svarað með einum langdrægum frá Bonneau og svona gekk þetta. Njarðvíkingar örkuðu hægt en örugglega lengra frá gestum sínum og unnu að lokum verðskuldaðan 92-73 sigur og eivígið unnu þeir 3-2. 

Stefan Bonneau gerði 36 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í leiknum og Logi Gunnarsson bætti við 17 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum. Hjá Stjörnunni var Jeremy Atkinson með 25 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar og Justin Shouse bætti við 17 stigum, 4 fráköstum og 7 stoðsendingum. 

 

Texti og Mynd: karfan.is

Page 1 of 6