Logi Gunnarsson ráðinn yfirþjálfari yngriflokka UMFN

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ráðið Loga Gunnarsson sem næsta yfirþjálfara yngriflokka félagsins til þriggja ára. Hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannsyni sem hefur verið í því starfi hjá félaginu um…

Lesa Meira
Logi Gunnarsson ráðinn yfirþjálfari yngriflokka UMFN

Samstarf Ungmennafélags Íslands og Lýðháskólanna í Danmörku

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ráðið Loga Gunnarsson sem næsta yfirþjálfara yngriflokka félagsins til þriggja ára. Hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannsyni sem hefur verið í því starfi hjá félaginu um…

Lesa Meira
Samstarf Ungmennafélags Íslands og Lýðháskólanna í Danmörku

Lokahóf yngri flokka KKD UMFN

Lokahóf yngri flokka UMFN verður haldið í Ljónagryfjunni þriðjudaginn 26.maí kl 19:00.Verðlaunaafhendingar og hápunktarnir eru afhending Áslaugar- og Elfarsbikars. Grillaðar pylsur í boði Unglingaráðs. Við hvetjum foreldra jafnt sem iðkendur…

Lesa Meira
Lokahóf yngri flokka KKD UMFN

Njarðvík jafnar einvígið.

Njarðvík sigraði KR í kvöld á heimavelli sínum, í Ljónagryfjunni, með 85 stigum gegn 84. Leikurinn var sá 2. í undanúrslitaviðureign liðanna og náðu Njarðvíkingar því með sigrinum að jafna…

Lesa Meira
Njarðvík jafnar einvígið.

Úrslit hjá stelpunum á miðvikudaginn.

Njarðvíkingar - Styðjum liðið okkar til sigurs annað kvöld og tryggjum saman veru liðsins í úrvalsdeild að ári. Við þurfum á alvöru stuðningi að halda á móti sterku liði Stjörnunar.…

Lesa Meira
Úrslit hjá stelpunum á miðvikudaginn.

KO í vesturbænum

Íslandsmeistarar KR sendu í kvöld frá sér hávær skilaboð með öruggum 79-62 sigri á Njarðvík í fyrstu undanúrslitaviðureign liðanna í Domino´s-deild karla. Eftir öfluga 22-28 byrjun gestanna var sparslað upp…

Lesa Meira
KO í vesturbænum

Nýtt starfsár knattspyrnudeildarinnar hefst 1. október

Skráning iðkenda fyrir starfsárið 2015-16 Allir iðkendur þurfa að skrá sig til þátttöku og greiða æfingagjöld. Núna er aðeins eitt gjaldtímabil, árgjald í 3. - 7. flokki og skrá forráðamenn…

Lesa Meira
Nýtt starfsár knattspyrnudeildarinnar hefst 1. október

Jafntefli á Höfn

Njarðvíkingum tókst að brjóta ísinn hvað varðar markaskorun í leik þegar við náðum að gera þrjú mörk, en það dugði ekki til sigurs því heimamenn í Sindra náðu einnig að…

Lesa Meira
Jafntefli á Höfn

Fjórða tapið í röð

Ekki gekk það hjá okkur að komast aftur á sigurbraut eftir í kvöld þegar við mætum KV á KR vellinum. KV hafði betur 1 – 0 og kom mark þeirra…

Lesa Meira
Fjórða tapið í röð

Vel heppnað 17. júní hlaup

Það tókst vel 17. júní hlaupið sem fór fram í morgun í fyrsta skipti í síðan 1994 segja elstu menn. Fín mæting var og veðrið bara gott. Keppendur voru blanda…

Lesa Meira
Vel heppnað 17. júní hlaup
BTN 230x55px skraning 02
Skráning fyrir alla flokka og deildir
umfn.felog.is

fyrirmyndarfelagisi

Körfuknattleiksdeild UMFN er „Fyrirmyndardeild ÍSÍ". Deildin uppfyllir allar þær kröfur sem ÍSÍ gerir til íþróttadeilda á Íslandi. Fyrirmyndarfélag er gæðaviðurkenning sem segir að deildin vinnur m.a. samkvæmt stefnuyfirlýsingu sem stjónin hefur gefið út.

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ráðið Loga Gunnarsson sem næsta yfirþjálfara yngriflokka félagsins til þriggja ára. Hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannsyni sem hefur verið í því starfi hjá félaginu um nokkura ára skeið.


 

Logi hefur verið atvinumaður í körfuknattleik í yfir 10 ár og á þeim tíma náð sér mikilli reynslu sem hann mun nú miðla til yngri iðkenda og þjálfara hjá félaginu.

Um leið og Logi er boðin velkomin til starfa þá vill unglingaráð koma sérstöku þakklæti til Einars Árna fyrir hanns mikla og óeigingjarna starfs sem hann hefur unnið fyrir félagi á síðustu árum og óskum honum velfarnaðar á nýjum vetfangi.

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ráðið Loga Gunnarsson sem næsta yfirþjálfara yngriflokka félagsins til þriggja ára. Hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannsyni sem hefur verið í því starfi hjá félaginu um nokkura ára skeið.


 

Logi hefur verið atvinumaður í körfuknattleik í yfir 10 ár og á þeim tíma náð sér mikilli reynslu sem hann mun nú miðla til yngri iðkenda og þjálfara hjá félaginu.

Um leið og Logi er boðin velkomin til starfa þá vill unglingaráð koma sérstöku þakklæti til Einars Árna fyrir hanns mikla og óeigingjarna starfs sem hann hefur unnið fyrir félagi á síðustu árum og óskum honum velfarnaðar á nýjum vetfangi.

Kæru Njarðvíkingar, nú eru aðeins sex dagar síðan við lögðum nágranna okkar úr Keflavík af velli í „sláturhúsinu“ með tíu stiga mun ( lokatölur voru 90-100) og á morgun, fimmtudaginn 12.febrúar, fáum við eitt af heitustu liðum landsins um þessar mundir í heimsókn í okkar frægu Ljónagryfju, við bjóðum Grindvíkinga velkomna. Leikurinn hefst á slaginu 19:15 en við mælum með því að mæta nokkuð tímanlega því búist er við troðfullu húsi !

Nú hafa flestir Njarðvíkingar fengið að kynnast nýjum erlendum leikmanni okkar inná vellinum Stefan Bonneau en hann ætti ekki að hafa farið framhjá neinum sem fylgist með körfubolta hér á landi. Leikmaðurinn kom til landsins í kringum áramótin og má segja að hann hafi gjörsamlega breytt spilamennsku liðsins frá A-Ö. Þessi ótrúlegi háloftafugl (þó ekki nema 1.77cm á hæð) hefur nú spilað 5 leiki fyrir Njarðvík og hefur liðið unnið síðustu fjóra af þeim. Stefan er ekki bara góður leikmaður heldur frábær karakter og hefur gert aðra liðsmenn í liðinu enn betri á þeim stutta tíma sem hann hefur verið með okkur. Hann hefur nú fengið mikla athygli frá miðlum landsins og þarf kannski engan að undra, leikmaðurinn er með 37.0 stig að meðaltali ásamt því að rífa niður 7.2 fráköst og gefa 5.2 stoðsendingar í þessum fimm leikjum. Ótrúlega gaman að horfa á hann á vellinum og aldrei að vita hverju hann tekur upp á í leiknum á morgun.

Aðeins um Grindavíkurliðið.

Grindavík hefur átt erfitt uppdráttar alveg frá byrjun tímabils en þeir hafa nú aðeins 14 stig og sitja í 9.sæti deildarinnar, tveim stigum á eftir Haukum sem sitja í 8.sæti en það er síðasta sætið sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni. Grindavík vann aðeins fjóra leiki af ellefu fyrir áramót en hlutirnir hafa heldur betur breyst. Jón Axel, ungur leikstjórnandi sem spilaði gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir þá á síðasta tímabili snéri aftur um áramótin eftir að hafa spilað í nokkra mánuði í Bandaríkjunum og hefur spilamennska þeirra batnað til muna með endurkomu hans. Grindavík hefur nú unnið þrjá af fimm leikjum liðsins eftir áramót og hlutirnir farnir að batna til muna fyrir þá gulklæddu.

Hér að neðan er staðan í deildinni fyrir leikinn gegn Grindavík.

1. KR – 30.stig
2. Tindastóll – 24.stig
3. Njarðvík – 20.stig
4. Stjarnan – 18.stig
5. Þór Þorlákshöfn – 18.stig
6. Snæfell – 16.stig
7. Keflvavík – 16.stig
8. Haukar – 16.stig
9. Grindavík – 14.stig
10. Fjölnir – 8.stig
11. Skallagrímur – 6.stig
12. ÍR – 6.stig

Eins og við sjáum er deildin hníf jöfn og hver leikur skiptir gríðarlegu máli. Stuðningsmenn beggja liða mega búast við alvöru leik á morgun enda valda þessir leikir milli þessara tveggja liða sjaldan vonbrigðum.

Nú væri gaman að sjá troðfulla stúku og alvöru læti. Það var þétt setið í Keflavík fyrir sex dögum og nú viljum við gera enn betur! Dettur þér einhvern vin, vinkonu eða fjölskyldumeðlim í hug sem ekki hefur komið á leik lengi eða jafnvel langar að sjá Stefan Bonneau spila ? Fáðu þann aðila með þér á völlinn annað kvöld og sjáum hvernig stemning magnast í Ljónagryfjunni. Við látum vel í okkur heyra og styðjum strákana til sigurs!!!

Fyrir fánann og UMFN,
ÁFRAM NJARÐVÍK!!!

Lokahóf yngri flokka UMFN verður haldið í Ljónagryfjunni þriðjudaginn 26.maí kl 19:00.
Verðlaunaafhendingar og hápunktarnir eru afhending Áslaugar- og Elfarsbikars.

Grillaðar pylsur í boði Unglingaráðs. Við hvetjum foreldra jafnt sem iðkendur að mæta.

Það verður hörkuleikur á fimmtudag þegar okkar menn taka á móti Grindavík í Ljónagryfjuni. Leikurinn hefst kl 19:15. Áfram Njarðvík

Njarðvík sigraði KR í kvöld á heimavelli sínum, í Ljónagryfjunni, með 85 stigum gegn 84. Leikurinn var sá 2. í undanúrslitaviðureign liðanna og náðu Njarðvíkingar því með sigrinum að jafna einvígið 1-1. Þriðji leikurinn fer fram komandi sunnudag í DHL höllinni kl 19:15.

Njarðvík og Tindastóll áttust við í bikarkeppni drengjaflokks í dag, leikurinn var spennandi og fór í framlengingu og stólarnir sigu framúr á lokasprettinum þar sem skotin voru ekki að detta fyrir okkar menn. Stigahæstu menn leiksins hjá Njarðvík voru Magnús Már Traustason með 35 stig, Ragnar Helgi Friðriksson með 19 stig og Adam Eiður Ásgeirsson með 17 stig. Stigahæstu leikmenn Tindastóls voru Pétur R Birgisson með 26 stig einnig var Viðar Örn Ágústsson með 26 stig, Hannes Másson var með 20 stig. Lokatölur leiksins voru 91- 96 fyrir Tindastól.

 

Stúlknaflokkur spilaði einnig í dag og áttust þar við lið frá sömu félögum í Íslandsmótinu. Leikurinn var jafn til að byrja með, en gestirnir náðu forystunni fyrir hálfleik, heimastúlkur komu til baka í seinnihálfleik og voru yfir til leiksloka. Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Karen Dögg Vilhjálmsdóttir með 20 stig, Hera Sóley Sölvadóttir með 15 stig og Björk Gunnarsdóttir með 13 stig. Sigahæstu leikmenn hjá Tindastóli voru Bríet Lilja Sigurðardótti með 21 stig, Linda Róbertsdóttir með 15 stig. Lokatölur leiksins voru 44-75 fyrir Njarðvík.

Njarðvíkingar - Styðjum liðið okkar til sigurs annað kvöld og tryggjum saman veru liðsins í úrvalsdeild að ári. Við þurfum á alvöru stuðningi að halda á móti sterku liði Stjörnunar.

 

Stjórn kkd UMFN mun bjóða Grænu Ljónunum upp á enn eina "fermingarveisluna" í hálfleik.

 

Áfram Njarðvík

Já það er aðeins búið að snúa uppá málsháttinn í fyrirsögninni, en þetta hentar.  En það voru Njarðvíkingar sem stigu stórt skref í kvöld þegar þeir sigruðu lið Tindastóls með 107 stigum gegn 99 eftir framlengdan leik.  Njarðvíkingar leiddu með 15 stigum í hálfleik en líkt og lungan af vetri glopruðu þeir því forskoti niður í seinni hálfleik.  En stóra skref þeirra  var það að þeir náðu loksins að klára með sigri.  Gríðarlega mikilvægur sigur hjá grænum þar sem pakkinn er ansi þéttur fyrir neðan efstu tvö. Tindastólsmenn eygja vissulega séns í deildarmeistaratignina en sú von varð vel dælduð með þessu tapi. 
 Framan af leik voru það Njarðvíkingar sem voru að spila glimmrandi góða vörn. Þeir spiluðu fast og Tindastólsmenn gersamlega meðvitundalausir fram að hálfleik. Myron Dempsey var þeirra langt bestur framan af leik og það var í raun það eina sem Njarðvíkingar hefðu þurft að hafa áhyggjur af.  Logi Gunnarsson hefur verið að taka sér gersamlega nýtt hlutverk í liði Njarðvíkinga nú í síðustu leikjum. Hann hefur verið að sýna fram á fínan varnarleik og í kvöld var það Darrel Lewis sem fékk Loga á sig líkt og frakka. Koma Stefan Bonneau til liðsins og hans meðaltal á 30+ stigum gefur Loga vissulega slaka í sóknarleiknum. 
 
Eftir að hafa leitt 55:40 í hálfleik var undirritaður meðvitaður um þá staðreynd að þessi staða hefur áður verið uppi hjá Njarðvíkingum, og þeir hafa farið ansi illa að ráði sínu á lokasprettinum í sínum leikjum í vetur.  Og það kom á daginn en þó ekki fyrr enn í síðasta leikhluta leiksins að Tindastólsmenn hófu að saxa hægt og bítandi á forskotið. Það virtist vera þannig að Njarðvíkingar ætluðu að hreinlega tefja, líkt og í fótboltanum.  Það hægðist á leik þeirra og það virðist henta illa fyrir þetta lið. 
 
Þegar um mínúta var eftir voru Tindastólsmenn búnir að jafna leikinn með mikill seiglu ofaní klaufalega sóknartilburði Njarðvíkinga. Stefan Bonneau meiddist á ögurstundu fyrir þá Njarðvíkinga þegar um 2 mínútur voru eftir og góð ráð dýr.  Kappinn fór út af og inná kom Ragnar Helgi Friðriksson, svell kaldur að því er virtist og átti eftir að koma í ljós.  En útlitið dökknaði heldur betur hjá Njarðvíkingum þegar Darrel Flake setti niður þrist þegar um 25 sekúndur voru til loka leiks og allt í einu Tindastóll komnir í þriggjastiga forystu.  En þá var komið að Ragnari Helga hjá Njarðvík.  Í næstu sókn fékk Ragnar boltann fyrir utan þriggjastiga línuna í horninu, lagði taugarnar til hliðar og smellti huggulegum þrist og jafnar leikinn í 88 stigum á hvort lið.   Allt ætlaði að keyra um koll hjá stuðningsmönnum Njarðvíkinga en þarna voru um 20 sekúndur eftir af leiknum og Tindastólsmenn áttu síðustu sóknina. Það kom svo sem fáum í húsinu á óvart að Darrel Lewis átti að klára dæmið en skot hans geigaði og því var framlengt. 
 
 
Í framlengingunni voru Njarðvíkingar einfaldlega sterkari. Stefan Bonneau kom aftur inná og píndi sig í gegnum krampa á kálfa sem hann fékk.  Framlenging í járnum þangað til að Hjörtur Hrafn Einarsson rak síðasta naglan í kistu þeirra Tindastólsmanna með þrist þegar um mínúta var eftir og kom Njarðvíkingum í 5 stiga forystu.  Tindastólsmenn náðu sér aldrei eftir þetta högg frá Hirti og sigur þeirra grænu í höfn. 
 
Stefan Bonneau maður leiksins að þessu sinni. 44 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar segja allt sem segja þarf um það val.  Ragnar Helgi hinsvegar fær prik fyrir að mæta tilbúin til leiks á ögur stundu.  Þessir tveir litlu rassar eru valdar af þeirri fyrirsögn sem þessari frétt fylgir.
 
Hjá Tindastól var það Myron Dempsey sem dró vagninn framan af en Darrel Lewis hysjaði upp um sig brækurnar í seinni hálfleik og var þeirra atkvæðamestur með 28 stig. 
 
Punktar
- Stefan Bonneau átti eitt blokk sem var nánast uppá fjórðu hæð (vonandi að Sport TV sýni það í Highlights) 
-  Tindastóll fékk 33 stig frá bekknum á meðan Njarðvíkingar fengu 15
- Njarðvíkingar náðu mest 16 stiga forystu, en Tindastóll náði mest þriggjastiga forystu, en það var þegar um 20 sekúndur voru til loka leiks. 
 
 
 

Njarðvík-Tindastóll 107-99 (20-19, 35-21, 20-23, 13-25, 19-11)

Njarðvík: Stefan Bonneau 44/9 fráköst/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 16/8 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 14, Mirko Stefán Virijevic 13/9 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 8, Snorri Hrafnkelsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 5, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Maciej Stanislav Baginski 0, Magnús Már Traustason 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Jón Arnór Sverrisson 0.

Tindastóll: Darrel Keith Lewis 28/10 fráköst, Myron Dempsey 20/13 fráköst, Svavar Atli Birgisson 16, Darrell Flake 12/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 stoðsendingar/5 stolnir, Helgi Freyr Margeirsson 6, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Viðar Ágústsson 2, Sigurður Páll Stefánsson 0, Finnbogi Bjarnason 0, Jónas Rafn Sigurjónsson 0.

Dómarar: Jón Bender, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jóhannes Páll Friðriksson 

 

Mynd og Texti: Karfan.is

Íslandsmeistarar KR sendu í kvöld frá sér hávær skilaboð með öruggum 79-62 sigri á Njarðvík í fyrstu undanúrslitaviðureign liðanna í Domino´s-deild karla. Eftir öfluga 22-28 byrjun gestanna var sparslað upp í KR múrinn sem síðan hélt Njarðvík í samtals 16 stigum næstu tvo leikhluta! Lokatölur 79-62 og fjórði leikhluti var aldrei til umræðu. Njarðvíkingar eiga því þann vafasama heiður til þessa í úrslitakeppninni þetta tímabilið að vera það lið sem fæst stig hefur skorað í einum leik eða 62 talsins. Grindavíkingar voru fyrrum methafar með 65 stig í tapi gegn KR.

 

Eins og vitað var fyrir leik var Pavel Ermolinskij ekki í búning hjá KR í kvöld svo Björn Kristjánsson mætti út á parketið í stöðu leikstjórnanda. Menn voru svo ekkert að tvínóna við hlutina, þristum rigndi eftir að Helgi Magnússon hafði sett veiðitímabilið í gang. Helgi skellti niður tveimur þristum og kom KR í 8-3. Darri setti einn, Bonneau var þegar búinn að koma niður einum og Hjörtur Hrafn lét líka ljós sitt skína. Svo virtist sem þeir Teitur og Friðrik væru einir eftir í að koma inná og spreyta sig við einn langdrægan. 

Heimamenn settu 17 stig á gesti sína fyrstu fimm mínúturnar en þá snéru Njarðvíkingar taflinu sér í vil með 5-16 spretti. Logi Gunnarsson var í virkilega fínum gír á báðum endum vallarins og sannkallað fjöregg þeirra Njarðvíkinga. Finnur Atli lenti í basli strax í fyrsta leikhluta er hann nældi sér í þrjár villur á fjórum mínútum og fór því minna fyrir honum þennan fyrri hálfleikinn. Það var svo Snorri Hrafnkelsson sem toppaði flottan fyrsta leikhluta hjá Njarðvík er hann skoraði í teignum um leið og flautan gall og Njarðvík leiddi 22-28 eftir fyrsta leikhluta. 

Gestirnir opnuðu annan leikhluta jafn vel og þeir lokuðu þeim fyrsta, settu 5-0 á KR og komust í 22-33 en þegar hér var komið við sögu voru vírarnir í díselvélinni farnir að hitna og maskínan fór að malla sinn eðalmjöð. Ef 80% þriggja stiga nýting í fyrri hálfleik er ekki „gourmet“ frammistaða þá skulum við bara ræða vörn þeirra KR-inga. Allt í lás og Njarðvíkingar komust hvorki lönd né strönd. Ef þeir grýttu ekki boltanum frá sér þá var það upp í hendur KR varnarinnar nú eða að fella sig við afar erfið skot. 

Mirko og Logi lentu vissulega í villuvandræðum og það sást bersýnilega með Loga utan vallar að hann virtist einn um að vera í rétta gírnum Njarðvíkurmegin. Nú ef 80% þriggja stiga nýting KR var ekki að svíða gestina þá hrökk Craion í gang og fór að setja niður teigskotin sem höfðu dansað af hringum í fyrri hálfleik. Helgi Magnússon kom KR í 48-36 með þrist, hvað annað, og þegar flestir héltu að Njarðvíkingar myndu eiga lokasóknina var annað uppi á teningnum því laglegt hraðaupphlaup KR þar sem Brynjar Þór kláraði með sniðskoti kom heimamönnum í 50-36 og þannig stóðu leikar í háfleik. KR vann því annan leihluta 28-8, rosalegur leikhluti! 

Skotnýting liðanna í hálfleik:
KR:
Tveggja 37,5% - þriggja 80% - víti 80%
Njarðvík: Tveggja 56,2% - þriggja 33,3% og víti 50% 

Ef 28-8 leikhluti dugði ekki til að brjóta Njarðvíkinga þá voru upphafsmínútur þriðja leikhluta vel til þess fallnar. Brynjar Þór skellti niður þrist sem kom KR í 61-40 sem þýddi 11-4 byrjun meistaranna í síðari hálfleik og munurinn kominn yfir 20 stig. Menn eiga ekki afturkvæmt eftir svona hviður í DHL-Höllinni og þannig var það nákvæmlega fyrir gestkomendur í kvöld. 

Lokatölur 79-62 eins og áður greinir og á 20 mínútum í öðrum og þriðja leikhluta fór leikurinn 44-16 fyrir KR! Darri Hilmarsson er Lykil-maður leiksins að þessu sinni en hann var gríðarlega öflugur á báðum endum vallarins og kom það fáum á óvart í upphafi leiks að Darri skyldi vera settur til höfuðs Bonneau og komst einkar vel frá því verki. Það er reyndar liðsverk að hemja sóknarmann af tagi Bonneau en þar fór Darri fremstur á meðal jafningja. Crain hrökk af stað eftir hökt í byrjun og Helgi Magnússon var traustur frá upphafi. Brynjar Þór var einnig að hella dísel á færibandið og í svona langflestum tilvikum voru liðsmenn KR að gera einkar vel. 

Njarðvíkurmegin virtist Logi Gunnarsson einn manna gera sér grein fyrir hvað væri í vændum. Hann var ákafur frá fyrstu mínútu á meðan aðrir annað hvort heltust úr lestinni eða mættu ekki til leiks. KR-ingar sópa einvígið klárlega með þessum varnarleik en það er Njarðvíkinga að finna lykilinn að sigri og fá þeir annað tækifæri næstkomandi fimmtudag í Ljónagryfjunni. 

Lykil-maður leiksins: Darri Hilmarsson, KR
Tölfræði leiksins
Myndasafn - Bára Dröfn

Umfjöllun/ Jón Björn Ólafsson Karfan.is

Það er ekki hægt að segja annað en að Njarðvíkingar hafi mætti vel undirbúnir til leiks í Hertz hellinum í gærkvöldi --- bæði andlega og hvað varðar skipulag. Heimavinna og undirbúningur skilar þér hálfa leið og hæfileikar og barátta yfir endamarkið. Njarðvíkingar hafa lesið vel í ÍR-ingana fyrir leikinn og haft hugann við það að þeir koma oftast flatir út í upphafi leiks en vinna svo á þegar líður á leikinn. Rétt eins og eftir forskriftinni, gerðist nákvæmlega þetta í gærkvöldi.
 
Frá fyrstu mínútu virtust ÍR-ingar vera andlausir, latir og hreinlega hálfsofandi í fyrsta leikhluta leiksins. Aðra sögu var hins vegar að segja um gestina sem mættu dýrvitlausir til leiks, rétt eins og þeir væru heima í Ljónagryfjunni. Oft á tíðum mátti halda að svo væri raunin því meira heyrðist í stuðningsmönnum gestanna en þeim sá sátu ÍR megin.
 
Þriðja besta varnarlið deildarinnar stóð heldur betur undir nafni og hélt ÍR í aðeins 11 stigum á fyrstu 10 mínútum leiksins. Af þeim 23 sem ÍR fékk í fyrsta hluta tókst þeim að skora 1 eða fleiri stig í 5 þeirra. Það er skammarleg 24% sóknarnýting og  0,48 stig per sókn. Sjálfir skoruðu Njarðvíkingar 26 stig. Það hafði einnig töluverð áhrif að Matthías Orri fór á bekkinn með 3 villur í lok fyrsta hluta.
 
Frá bekk ÍR heyrðust öskrin í Bjarna Magnússyni, þjálfara langt upp í stúku, þegar hann  reyndi að rífa upp liðið sitt úr þunglyndinu. ÍR-ingar vöknuðu úr Þyrnirósarblundinum, fóru að spila körfubolta en það var bara eins og þeir segja á Engilsaxnesku, of lítið og of seint.
 
Njarðvík jók muninn hægt og rólega þar til í byrjun fjórða leikhluta þegar hann var orðinn 24 stig. Þá tók Kristján Pétur málin í sínar hendur, henti niður tveimur þristum og kom sínum mönnum í gang. Stórhríðin hélt áfram á meðan Njarðvíkingar voru um það bil að fagna ótímabært sigri í leiknum og höfðu engin svör. Þristur frá Ragnari Erni Bragasyni þegar rúm mínúta var eftir af leiknum minnkaði muninn í 4 stig, 82-86. 
 
Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson var þó ekki á því að gefa neitt eftir og fleygði upp þrist úr vinstra horninu strax í næstu sókn. Sá fór niður eins og venjan er hjá leikmanni eins og Loga þegar leikurinn er undir.
 
Eftir leikhlé ÍR-inga fékk Ragnar Bragason, sem sett hafði 6 þrista úr 11 tilraunum fram að þessu, galopið þriggja stiga skot eftir frábæra sendingu frá Matthíasi Orra en það skot geigaði þegar um 50 sekúndur voru eftir af leiknum. Eftir það unnu Njarðvíkingar vel úr klukkunni og innsigluðu mikilvægan 85-91 sigur, þrátt fyrir 22 tapaða bolta í leiknum.
 
Njarðvíkingar hafa því blandað sér all hressilega í toppbaráttuna og eru nú jafnir Stjörnunni að stigum í 4. sæti. ÍR-ingar þurfa hins vegar að stunda innhverfa íhugun næstu daga og gera það upp við sig hvort þeir ætli að taka þátt í Dominosdeildinni næsta vetur, því þeir liggja nú kylliflatir á botni deildarinnar. Í kvöld spiluðu þeir eins og liðið sem á heima á botninum en ekki liðið sem ógnaði toppliðinu í tvíframlengdum leik á þeirra eigin heimavelli fyrir viku síðan. 
 
Hjá Njarðvík var það gormurinn Stefan "Boing" Bonneau sem leiddi sína menn með 30 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Logi og Mirko komu honum næstir með 17 stig hvor. Hjá ÍR leiddi fyrrnefndur Kristján Pétur með 18 stig og 10 fráköst. Ragnar Bragi var einnig með 18 stig, öll skoruð fyrir utan þriggja stiga línuna. Matthías Orri var ekki að finna skotið sitt en bætti það upp með 13 stoðsendingum til viðbótar við 9 stig og 7 fráköst. 
 
Viðtal við Friðrik Inga Rúnarsson eftir leik: https://www.youtube.com/watch?v=WTrI_OvhqE0
 
Texti/Myndbönd: Jón Björn Ólafsson. Karfan.is
 
 

Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslit Domino´s-deildar karla eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum. Oddaviðureign liðanna fór fram í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem stemmningin var einu orði sagt frábær! Lokatölur 92-73 þar sem varnarleikur heimamanna var feykisterkur og sóknarleikurinn leiddur áfram af Stefan „Ég skora þegar ég vil“ Bonneau.

 

Garðbæingum var ekki til setunnar boðið og gerðu átta fyrstu stig leiksins, Jón Orri Kristjánsson opnaði leikinn með troðslu og í kjölfarið fylgdu þristar frá Shouse og Atkinson og Njarðvíkingar tóku leikhlé eftir tæplega tveggja mínútna leik. 

Pása heimamanna gaf vel því Njarðvíkingar komu út og breyttu stöðunni í 13-12 og nú var komið að Garðbæingum að taka leikhlé. Það gaf einnig vel fyrir gestina að biðja um fund því þeir héldu í 8-0 kafla og komust í 13-20 og ef þetta voru ekki nægilegar sveiflur þá lokuðu Njarðvíkingar leikhlutanum með 7-2 spretti og lauk honum með flautukörfu í teignum hjá Bonneau sem hafði fremur hægt um sig í fyrsta leikhluta með aðeins 4 stig í liði Njarðvíkinga. Atkinson var að sama skapi beittastur til að byrja með hjá Stjörnunni með 11 stig í fyrsta leikhluta og staðan 20-22 fyrir Stjörnuna.

Heimamenn í Ljónagryfjunni mættu í varnargallanum inn í annan leikhluta og héldu Stjörnunni í 11 stigum. Snorri Hrafnkelsson setti fordæmið og varði nánast allt sem nálgaðist körfuna á tíma. Ólafur Helgi var einnig drjúgur á varnarendanum en Njarðvíkingar voru samt í sóknarbasli framan af. Þegar losnaði um sóknartregðuna var það auðvitað Bonneau sem var að salla þessu niður enda hafði hann hægt um sig til að byrja með og var farið að kitla í gikkfingurinn. Þristur frá kappanum kom Njarðvík í 41-31og heimamenn leiddu 45-33 í hálfleik.

Stefan Bonneau gerði 14 stig í leikhlutanum og var með 18 stig og 7 fráköst í hálfleik en hjá Stjörnunni var Jeremy Atkinson með 15 stig og 11 fráköst

Skotnýting liðanna í hálfleik
Njarðvík:
Tveggja 50% - þriggja 35% og víti 75% 
Stjarnan: Tveggja 28% - þriggja 33% og víti 77%

Logi Gunnarsson opnaði síðari hálfleik með þriggja stiga körfu og kom Njarðvíkingum í 48-36. Hamagangur á heimamönnum þessar fyrstu mínútur síðari hálfleiks og góð stemmning en Marvin Valdimarsson keyrði þá sína menn í gang með því að setja tvo góða þrista og smám saman tókst Garðbæingum að finna varnartaktinn. 

Þriðji leikhluti reyndist bestur á vörnina hjá Stjörnunni til þessa, héldu Njarðvíkingum í 16 stigum og minnkuðu muninn í 61-55 fyrir fjórða og síðasta hluta. 

Þeir félagar Stefan Bonneau og Mirko Stefán tóku góðar rispur fyrir heimamenn í fjórða leikhluta. Eftir fjögurra mínútna leik í fjórða höfðu aðeins samtals 12 stig verið skoruð og Njarðvíkingar leiddu 69-59 og þeir Ágúst Angantýsson og Marvin Valdimarsson báðir á fjórum villum í liði Stjörnunnar. 

Atkinson setti nauðsynlegan þrist fyrir Garðbæinga og minnkaði muninn í 71-62. Körfuknattleiksunnendur hugsðu sér kannski gott til glóðarinnar á þessum tímapunkti og að í garð gengi æðisgenginn lokakafli. Sú varð ekki rauninn, þessum þrist frá Atkinson var svarað með einum langdrægum frá Bonneau og svona gekk þetta. Njarðvíkingar örkuðu hægt en örugglega lengra frá gestum sínum og unnu að lokum verðskuldaðan 92-73 sigur og eivígið unnu þeir 3-2. 

Stefan Bonneau gerði 36 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í leiknum og Logi Gunnarsson bætti við 17 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum. Hjá Stjörnunni var Jeremy Atkinson með 25 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar og Justin Shouse bætti við 17 stigum, 4 fráköstum og 7 stoðsendingum. 

 

Texti og Mynd: karfan.is

Það er ekki nema von að maður spyrji sig hvað þarf til að stoppa þetta KR lið.  Í kvöld mætti liðið án Darra Hilmarssonar og voru langt frá því að vera sannfærandi í sínum leik. Samt kreysta þeir sigur gegn nokkuð spræku liði Njarðvíkinga.  Skýringin þetta kvöldið líkast til sú að Njarðvíkingar dugðu aðeins í 30 af 40 mínútum leiksins. Allur vindur virtist vera úr liðinu á lokasprettinum og mulningsvél KR hrökk í gang á ögurstundu og skilaði 76:86 sigri. 
 
Njarðvíkingar mættu sprækir til leiks á nýju ári og ætluðu sér svo sannarlega að láta toppliðið hafa fyrir hlutunum þetta kvöldið. Grimmur varnarleikur þeirra virkaði sem vítamínssprauta á liðið á meðan KR-ingar líktust boxara sem riðaði eftir gott högg frá andstæðingi sínum. En þessi boxari hefur staðið af sér mörg högginn og þrátt fyrir allt leiddu þeir KR með 1 stigi í hálfleik. 
 
Í þriðja leikhluta hélt stöðu baráttan áfram og liðin nánast skiptust á að skora og mikið jafnræði var á með liðunum.  Á þessum kafla fór mikinn Stefan Bonneau, nýr erlendur leikmaður þeirra Njarðvíkinga.  Kappinn var að sýna fádæma hæfileika með knöttinn og lofar vissulega góðu fyrir þá grænklæddu. Svo mikil var sýning hans að á tímabili truflaði það í raun sóknarleik liðsins þar sem hans eigin liðsfélagar voru sjálfir farnir að fylgjast með og bíða eftir hans næsta "uppistandi"  Þetta kann nú aldrei góðri lukku að stýra og 35 stig frá kappanum í öllum regnboganslitum dugðu skammt að þessu sinni.  Hugsanlega má gagnrýna það að einhverju leyti að kappinn fékk enga  hvíld í leiknum og það sýndi sig á lokasprettinum. 
 
Það var einmitt þá sem að KR létu til skarar skríða og á örskot stundu höfðu þeir breytt hnífjöfnum leik sér í hag með 13 stiga forskoti.  Njarðvíkingar stóðu eftir á gólfinu og klóruðu sér í hausnum algerlega ómeðvitaðir hvað hafði gerst fyrir þá miklu elju sem þeir höfðu sýnt fram að þessu.  En sem fyrr segir þá virtist allur vindur í liði leiksins og eftir þetta áhlaup KR urðu menn hræddir og hausinn komin niður í bringu allt of snemma. Þetta sterka áhlaup gestanna drap alla trú heimamanna á því að sigur gæti unnist og þar má segja að munur liðanna lá þetta kvöldið. 
 
Ef einhverntímann var möguleiki á að sigra þetta KR lið þá var það í kvöld. Liðið var alls ekki að spila vel, lykil leikmenn langt frá sínu besta og meira segja vantaði einn þeirra.  Undirritaður telur að fátt muni koma til með að stoppa þetta KR lið að endurtaka leik sinn frá síðasta tímabili. 
 
Af leikmönnum þá ber að hrósa þeim Finn Atla Magnússyni og Brynjari Björnssyni hjá KR en þeir stigu upp þegar á þurfti.  Brynjar tók við leikstjórnanda hlutverkinu þegar Pavel fékk sína 5 villu um miðbik fjórða leikhluta og stýrði liðinu til sigurs.  Finnur Atli einfaldlega skilaði sínu og gott betur nokkuð áfallalaust í teignum. 
 
Hjá Njarðvíkingum var Stefan Bonneau í algerum sérflokki en þreyta fór að segja til sín á lokasprettinum. Kappinn setti niður 35 stig. Logi Gunnarsson var honum næstur með 20 stig. 
 
Mynd/Texti: Karfan.is

Þetta er ekkert flókið, það er "do or die, winner takes it all" leikur í Ljónagryfjunni annað kvöld á slaginu 19:15! Ykkur stuðningsmönnum verður hleypt inn um 6 leytið og því um að gera að mæta MJÖG SNEMMA því færri munu komast að en vilja. Allir Njarðvíkingar ætla að mæta og styðja við bakið á strákunum í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum íslandsmótsins.

Eins og flestir vita þá hefur þessi rimma liðanna ekki valdið vonbrigðum hingað til og nú ræðst þetta allt í leik númer fimm á heimavelli. Liðin hafa nú mæst 6 sinnum í heildina yfir tímabilið, tvisvar sinnum í deild og fjórum sinnum í þessari svakalegu seríu. Liðin eru jöfn eftir þessa sex leiki en bæði lið hafa unnið alla sína leiki á heimavelli og verðum við að vona að það haldi áfram á morgun.

Njarðvíkingar eiga hrós skilið fyrir mætingu og stuðning í gegnum úrslitakeppnina hingað til en á morgun verða lætin tekin á næsta "level". Stjörnumenn munu fjölmenna og Silfurskeiðin mun ekki láta sig vanta. Nú látum við sko í okkur heyra og það almennilega! Endilega ef þið eigið einhverja græna yfirhöfn að henda ykkur í hana og allir að skarta fallega græna litnum upp í stúku. (Látið þetta berast með grænu yfirhafnirnar, við viljum stúkuna græna á morgun!)

Kæru Njarðvíkingar, þetta ræðst allt í þessum eina leik. Einn leikur þar sem allir Njarðvíkingar munu gefa allt sitt í þetta STRÍÐ bæði á vellinum sem og upp í stúku. Stríðið hefst eins og fyrr segir klukkan 19:15 á parketinu í Ljónagryfjunni annað kvöld. Ykkar stuðningur er gríðarlega mikilvægur og strákarnir þurfa á því að halda!!!

Eitt að lokum:
FYRIR FÁNANN OG UMFN,
ÁFRAM NJARÐVÍK!!!!

Stjórn Körfuknattleiksdeildar hefur sagt samningi við erlenda leikmann liðsins Dustin Salisberry. Dustin Salisbery mun koma til með að leika síðustu tvo leiki með Njarðvíkingum nú fyrir hátíðarnar en svo mun hann hverfa á braut.  Gunnar Örlygsson formaður kkd. UMFN staðfesti við Karfan.is um að samningi við leikmanninn hafi verið sagt upp.  "Dustin fékk góðan og sanngjarnan tíma til að sanna sig en er ekki að standa undir því sem við vænumst af honum." sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari okkar manna.

 

 

Kæru Njarðvíkingar það er komið að leik númer 4 í þessu risavaxna einvígi milli okkar manna og Stjörnunnar. Leikurinn fer fram annað kvöld klukkan 19:15 á heimavelli Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ. Njarðvík leiðir einvígið eins og flestir vita 2-1 eftir frábærann sigur í Ljónagryfjunni í síðasta leik.

Serían hefur verið frábær skemmtun og leikirnir verið gríðarlega jafnir. Hvorugt lið hefur náð meir en 9 stiga forskoti í öllum þremur leikjunum til þessa og framlengja þurfti fyrsta leikinn þar sem Njarðvík endaði sem sigurvegari. Í leik númer 2 var mikið jafnræði með liðunum og fékk Njarðvík séns til að jafna leikinn og setja hann í framlengingu en síðasta sóknin hjá okkar mönnum rann út í sandinn og því unnu Stjörnumenn með þremur stigum. Í síðasta leik náði Njarðvík forskotinu snemma en náði aldrei að stinga andstæðingana af og náði Stjarnan að komast yfir um miðjann fjórða leikhluta en Njarðvík kom til baka og kláraði leikinn með flottum baráttu sigri en lokatölur í leiknum voru 92-86.


Þessi lið eru gjörsamlega járn í járn og getur enginn spáð fyrir hvað gerist í næsta leik. Barátta, spenna og mikil harka hafa einkennt þessa seríu og eru ekki miklar líkur á að það breytist eitthvað annað kvöld. Það sem kannski Njarðvík hefur fram yfir Stjörnuna að færa er frábær stuðningur úr stúkunni. Stuðningsmenn okkar hafa gjörsamlega farið hamförum en nú í fjórða leik liðanna þegar okkar menn hafa gullið tækifæri á að loka seríunni reynir fyrst á!!! Stjörnumenn eru með bakið upp við vegginn fræga og þeir mæta dýrvitlausir til leiks annað kvöld. Þeir vita vel að við höfum sigrað stúkuna í öllum þessum leikjum og þeir vilja að það breytist og hafa því haft samband við hina landsfrægu stuðningsmannasveit þeirra, sjálfa Silfurskeiðina en hún hefur slegið í gegn á fótboltaleikjum hjá Stjörnunni. Við munum öll sem eitt öskra úr okkur lungun á leiknum annað kvöld og styðja strákana til sigurs og klára þessa seríu í eitt skipti fyrir öll!!

Eru ekki allir sannir Njarðvíkingar tilbúnir í þennann rosalega leik sem framundan er annað kvöld??? Mætum í grænu og látum vel í okkur heyra þegar liðið stígur á völlinn!!

Fyrir fánann og UMFN,
ÁFRAM NJARÐVÍK!!!

Elvar Már Friðriksson og félagar í LIU háskólanum þurftu að sætta sig við fimmta ósigurinn í röð í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta í gær. Njarðvíkingurinn Elvar lék vel þrátt fyrir 72-56 ósigur gegn New Hampshire, og var næst stigahæstur með 11 stig. Tilþrifin úr leiknum má sjá hér að neðan.

 

Á morgun mætast UMFN og FSu í bikarúrslitum unglingaflokks karla í Laugardalshöll klukkan 18:00. Strákarnir eru fulltrúar UMFN á þessari stóru bikarhelgi þar sem 11 bikarúrslitaleikir fara fram frá föstudegi til sunnudags. Stjórn og Unglingaráð bjóða upp á fría rútu frá Ljónagryfjunni sem fer 16:10 - en 54 sæti eru í boði og hafa 24 þegar meldað sig inn. Þau sæti sem eru umfram skráða (iðkendur úr eldri yngri flokkum) eru bara undir lögmálunum fyrstir koma, fyrstir fá. Fjölmennum - öll í grænu - og styðjum okkar framtíðarleikmenn til sigurs á morgun.

 

ÁFRAM NJARÐVÍK !!!

Njarðvíkingar eru úr leik í bikarkeppni karla eftir 77-68 ósigur gegn Skallagrími í gær. Staðan var jöfn í hálfleik þrátt fyrir betri byrjun heimamanna í Skallagrími. Í síðari hálfleik fundu Njarðvíkingar svo ekki taktinn og þurftu að sætta sig við ósigur í 16-liða úrslitum þetta árið.

Tölfræði leiksins: Skallagrímur-Njarðvík 77-68Njarðvík: Logi Gunnarsson 23, Dustin Salisbery 17/4 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 11/7 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8, Ólafur Aron Ingvason 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 3/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 2, Óli Ragnar Alexandersson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Rúnar Ingi Erlingsson 0, Ágúst Orrason 0, Snorri Hrafnkelsson 0.

Snæfell fékk Njarðvík í heimsókn í Dominosdeild karla. Fyrri leikur liðanna fór 98-83 fyrir fyrir Njarðvík. Hver leikur mikilvægur þegar síga fer á deildarkeppnina og úrslitakeppni nálgast, Snæfell fyrir leikinn í 9. sæti með 16 stig og því ekki með ef úrslitakeppni hæfist í dag en Njarðvík í 4. Sæti með 20. stig og sjá allir að stutt er á milli hláturs og gráturs.
Þau klikkuðu ekki mörg skotin á fyrstu skrefum leiksins og eftir jafnar tölur kom Logi Njarðvík í 6-7 með góðum þrist eftir stoðsendingu Stefan Bonneau en Austin Bracey kom svo Snæfelli yfir aftur með einum slíkum 11-9 og þannig kraumaði kakan í upphafi. Snæfellingar náðu að komast yfir 19-16 en jafnræði var í leik liðanna og Njarðvík leiddi 19-23 eftir flautuþrist frá Ágústi Orrasyni.
Snæfellingar hittu illa úr teig- og stökkskotum sínum en Sveinn Arnar bætti úr stigaþurðinni með spjaldþrist og kallaði það ekki einu sinni. Njarðvík áttu leiddu 25-32 þegar Logi Gunnars bætti í 25-35 og ógnir Snæfells ekki nægilega sterkar sem og vörnin sem þurfti að bæta í og féllu oft í þá gryfju að gefa körfu með vítaskoti til. Þetta gaf Njarðvík gott svigrúm í sínum leik og settu þeir upp góðann varnarleik og stoppuðu Snæfell æði oft sem gestirnir nýttu í kringum 10 stiga forystu yfir annan fjórðung og voru svo komnir í gírinn rétt fyrir hálfleikinn 34-52.
Hjá Snæfelli voru menn ekki á tánum og skrefi eða tveimur á eftir. Stigahæstir voru þar Stefán Karel og Sigurður Þorvaldsson með 8 stig hvor og Chris Woods næstur þeim með 7 stig. Í liði Njarðvíkur var Stefan Bonneau kominn með 16 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar sem næstum því allar gáfu þrista. Hjörtur Hrafn og Logi Gunnars voru með 11 stig hvor.
Að rota eða steinrota er orðatiltæki skemmtilegt en það má eiginlega nota á leik Njarðvíkur í upphafi seinni hálfleik en þeir skoruðu þá 10 stig í röð eftir fyrstu tvö Snæfells 36-62 áður en Ingi Þór brá á það ráð að taka cher tíma í skraf og ráðagerðir. Hjörtur Hrafn bætti strax við þremur og áhlaup grænna orðið, 13-0 sem sagt steinrota. Þrjátíu stiga forystan var rofin með 2 stiga lay-up frá Oddi Birni 40-71 og það var einfaldlega frábært að sjá leik Njarðvíkur sem spilaði flottann leik og voru ferskir. Á meðan létu Snæfellingar mótlætið fara í sig líkt og í síðasta leik og sýndu pirring og tuð. Logi þristur, Ágúst þristur og Snorri tvö í lay up og þar með 8-2 á augabragði sýndi í hvað stefndi út leikinn og staðan 47-81 fyrir lokafjórðunginn.
Snæfellingar náðu að saxa dálítið niður í 20 stig og pressuðu alltaf við innkast Njarðvíkinga, staðan var 68-88 þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. Var þetta of seint­ spurðu menn sig í stúkunni og svarið á þessum tímapunkti já, Njarðvíknigar lögðu grunninn að góðum sigri sínum í Hólminum snemma í leiknum, Stefan Bonneau 1 stoðsendingu frá þrennunni með 35/10/9. Snæfellingar áttu hins vegar aldrei möguleika eftir það. Sannfærandi og öruggur 79-101 sigur Njarðvíkur í Hólminum þetta kvöldið.
Snæfell: Chris Woods 20/12 frák. Sigurður Þorvaldsson 17/6 frák. Austin Bracey 17/4 frák. Stefán Karel 10/9 frák. Sveinn Arnar 7. Pálmi Freyr 5. Sindri Davíðsson 2. Óli Ragnar 1. Snjólfur Björnsson 0. Jóhann Kristófer 0.
Njarðvík: Stefan Bonneau 35/10 frák/9 stoðs. Logi Gunnarsson 14/5 frák/4 stoðs. Hjörtur Hrafn 14. Ágúst Orrason 6. Mirko Stefán 6/ 13 frák. Snorri Hrafnkelsson 5. Oddur Birnir 4. Magnús Már 4. Ólafur Helgi 2. Jón Arnór 0. Ragnar Helgi 0.
Umfjöllun/ Símon B Hjaltalín frá Karfan.is
Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson
Martin, Elvar og félagar í LIU Brooklyn háskólanum hafa hitt frekar illa það sem af er vetri en það varð heldur betur breyting þar á í gærkvöldi þar sem þeir lönduðu sínum fyrsta sigri í vetur. Fyrsti sigur vetrarinns varð gegn Maine háskólanum á úti velli 83-70.
 
Svartfuglarnir hófu leikinn með 10-4 spretti en hleyptu svo Maine í 13-0 sprett með slakri vörn. 4 stigum undir í hálfleik ákvað Elvar Már að fara í málið. Setti niður þrist strax í upphafi seinni hálfleiks og gaf stórkostlegar sendingar út um allan völl sem skiluðu liðsfélögum hans galopnum þriggja stiga skotum sem þeir nýttu.
 
Tvídekkanir Maine leikmanna á Elvar gerðu lítið gagn því hann fór bara í gegnum þær eða fann opinn leikmann sem setti niður skotið. 
 
LIU liðið hitti afburðavel í seinni hálfleik, 17/28 eða um 61% og brenndu ekki af skoti fyrir utan þriggja stiga línuna með alls 7 skot þaðan. Svartfuglarnir skoruðu alls 83 stig í leiknum sem er það mesta sem liðið hefur skorað í einum leik í vetur.
 
Elvar Már leiddi sitt lið til sigurs og setti 19 stig (með aðeins 6 skotum utan af velli), gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Martin bætti við 9 stigum og tók 5 fráköst.
 
Texti: Karfan.is

Áhorfendur á leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í 1. deild kvenna sem fram fór í Ásgarði á föstudagskvöldið 13. feb. skemmtu sér vel yfir hressum stelpum úr Njarðvík. Stelpurnar dönsuðu bæði fyrir leik sem og í leikhléi. Myndband segir meira en mörg orð og er það hérna.

Haukar unnu langþráðan sigur í Domino´s deild karla í kvöld þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn. Njarðvíkingar fengu lokaskotið en það vildi ekki niður og Haukar fögnuðu því 67-66 sigri. Fyrir viðureign kvöldsins höfðu Haukar tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum en Njarðvíkingar unnið tvo síðustu.
 
 
Viðureigning tafðist um nokkrar mínútur þar sem leikklukkan vildi ekki hlýða starfsmönnum ritaraborðsins og töfin varð snöggtum lengri þegar Dustin Salisbery fékk högg á síðuna og hlúa þurfti að honum eftir þetta klafs í fyrsta frákastinu. Allt komst þetta þó á skrið að endingu og fundu Njarðvíkingar sig betur á upphafsaugnablikunum og komust í 2-8.
 
Haukar slógu þó taktinn fljótlega og komust í 19-17 en laglegt samspil hjá Loga og Hirti Hrafni jafnaði leikinn 19-19 um leið og fyrsti leikhluti rann sitt skeið. Þessar fyrstu 10 mínútur voru nokkuð klafskenndar og mistækar en jafnar engu að síður.
 
Haukar unnu annan leikhluta 11-9 og leiddu 30-28 í hálfleik. Þessi annar leikhluti var vægt til orða tekið dapurlegur. Helstu tilþrif hans voru þegar ungviðið missti frisbydisk inn á völlinn fyrir slysni þegar 40 sekúndur voru til hálfleiks.
 
Dustin Salisbery var með 8 stig og 5 fráköst í liði Njarðvíkinga í hálfleik og Haukur Óskarsson var með 9 stig og 5 fráköst í liði Hauka. Eftir þennan annan leikhluta gátu gæði leiksins einfalda ekki gert annað en rjúka upp á við.
Það voru Grindvíkingar sem komu, sáu og sigruðu Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld þegar liðin mættust í Dominosdeild karla. Þegar yfirlauk höfðu Grindvíkingar skorað 90 stig gegn 77 stigum heimamanna og verðskuldaður sigur gestana leit dagsins ljós.  Grindvíkingar leiddu með 10 stigum í hálfleik. 
 
Strax í upphafis leiks sást í raun í hvað stefndi. Grindvíkingar léku vörn sína fast, eða í raun eins fast og leikurinn leyfði. Sverrir Þór þjálfari þeirra þekkir þetta vel enda annálaður harður varnarmaður hér um árið. Fyrir leik hafði Stefan Bonneau verið með sýningar nánast í hverjum leik sem hann spilaði og Grindvíkingar ætluðu svo sannarlega ekki að taka þátt í einni slíkri.  Bonneau var pressaður strax eftir skoraða körfu og þetta heppnaðist svo vel í fyrsta fjórðung að á tímum þurfti Logi Gunnarsson að stilla upp í leikkerfi. Það sem kom hinsvegar meira á óvart að Bonneau var að láta harða pressu Jóns Axels Guðmundssonar fara í taugarnar á sér.  En þetta átti Bonneau eftir að hrista af sér að vissu leyti í gegnum leikinn. 
 
En það var Rodney Alexander sem stal senunni í þessum leik. Kappinn setti 20 stig í fyrsta fjórðung á Njarðvíkinga og engin héldu honum bönd í skoruninni.  Rodney hafði áður komið í Ljónagryfjuna fyrir 3 árum síðan með ÍR og skoraði þá 42 stig þannig að honum virðist líða ágætlega á fjölum Njarðvíkinga. En hvað um það í hálfleik var Rodney búin að skora 30 stig og þegar yfir lauk voru 44 stig frá honum komin í sarpinn og áttu Njarðvíkingar engin svör í vörninni gegn honum.  Og þetta er stór veikleiki á Njarðvíkurliðinu því þeir hafa ætíð lent í vandræðum gegn liðum sem hafa góða menn niðri á blokkinni (Tindastóll, KR)
 
10 stig skildu liðinn í hálfleik en í öðrum leikhluta áttu Njarðvíkingar sinn besta sprett í þessum leik. Stefan Bonneau fór þá mikinn og hafði skorað 20 stig í hálfleik.  Í seinni hálfleik komu gestirnir með sömu ákefð í leikinn og í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu áfram fast á Njarðvíkinga og spiluðu einnig skynsamlega í sókninni og nýttu sér vel það sem var að virka.  Í varnarleik þeirra gáfu þeir Njarðvíkingum aldrei tommu eftir.  Sóknarleikur Njarðvíkingar snérist að miklu leyti um þriggja stiga skotinn og leikur þeirra svo sannarlega féll að miklu leiti á þeirri 30% nýtingu sem þeir náðu í þeim skotum (27/8)
 
Njarðvíkingar áttu prýðilegan sprett svo í fjórða leikhluta en áttu ekki erindi sem erfiði gegn stöðugu liði Grindvíkinga að þessu sinni.  Sem fyrr maður leiksins að þessu sinni Rodney Alexander með 44 stig og 12 fráköst.  Hjá Njarðvíkingum var Stefan Bonneau með 37 stig en undirritaður er orðin svo dekraður af hann fyrri frammistöðum að manni fannst hann ekkert sérlega góður í þessum leik.  Vissulega undarlegt að skrifa þetta svona eftir að maðurinn skoraði 37 stig í leiknum og hugsanlega orðin ofdekraður af frammistöðu hans hingað til,  en nýting hans í skotum var aðeins rétt rúmlega 30% og svo voru varnartilburðir hans slakir og virkaði áhugalaus á þeim enda vallarins.  En álag á honum sóknarmegin er gríðarlegt og meðspilarar hans þurfa einfaldlega að hysja upp um sig.  Jafnvel galopinn skot voru ekki að detta niður hjá þeim sem jú gerist endurum og eins. 
 
Grindvíkingar virkuðu mjög sannfærandi í þessum leik og þá sérstaklega varnarleikur þeirra. Þeir eru að endurheimta menn úr meiðslum og viðbótin í Jón Axel Guðmundssyni er gríðarlegur styrkur fyrir liðið.  5 leikir eftir í deild og með þessari spilamennsku ættu Grindvíkingar ekki að vera í erfiðleikum að hýfa sig upp í tölfunni. 
 
Mynd og texti: Karfan.is

Stúlknaflokkur lék í kvöld gegn Keflavík í Ljónagryfjunni og varð úr hörku spennandi leikur.  Keflavíkurliðið hefur verið sigursælt í gegnum tíðina og þær mættu sterkar til leiks og náðu fljótlega forystu.  Staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-18.