umfn basic

Útkall!!!

Á morgun mætast UMFN og FSu í bikarúrslitum unglingaflokks karla í Laugardalshöll klukkan 18:00. Strákarnir eru fulltrúar UMFN á þessari stóru bikarhelgi þar sem 11 bikarúrslitaleikir fara fram frá föstudegi…

Yfirburðir í Hólminum

Snæfell fékk Njarðvík í heimsókn í Dominosdeild karla. Fyrri leikur liðanna fór 98-83 fyrir fyrir Njarðvík. Hver leikur mikilvægur þegar síga fer á deildarkeppnina og úrslitakeppni nálgast, Snæfell fyrir leikinn…

Hressir áhorfendur úr Njarðvík.

Áhorfendur á leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í 1. deild kvenna sem fram fór í Ásgarði á föstudagskvöldið 13. feb. skemmtu sér vel yfir hressum stelpum úr Njarðvík. Stelpurnar dönsuðu bæði…

Verðskuldað tap gegn Grindavík

Það voru Grindvíkingar sem komu, sáu og sigruðu Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld þegar liðin mættust í Dominosdeild karla. Þegar yfirlauk höfðu Grindvíkingar skorað 90 stig gegn 77 stigum heimamanna…

Útkall í Gryfjuna! Grindavík í heimsókn

Kæru Njarðvíkingar, nú eru aðeins sex dagar síðan við lögðum nágranna okkar úr Keflavík af velli í „sláturhúsinu“ með tíu stiga mun ( lokatölur voru 90-100) og á morgun, fimmtudaginn…

Hörkuleikur á fimmtudag

Það verður hörkuleikur á fimmtudag þegar okkar menn taka á móti Grindavík í Ljónagryfjuni. Leikurinn hefst kl 19:15. Áfram Njarðvík

Útkall!!!

Á morgun mætast UMFN og FSu í bikarúrslitum unglingaflokks karla í Laugardalshöll klukkan 18:00. Strákarnir eru fulltrúar UMFN á þessari stóru bikarhelgi þar sem 11 bikarúrslitaleikir fara fram frá föstudegi til sunnudags. Stjórn og Unglingaráð bjóða upp á fría rútu frá Ljónagryfjunni sem fer 16:10 - en 54 sæti eru í boði og hafa 24 þegar meldað sig inn. Þau sæti sem eru umfram skráða (iðkendur úr eldri yngri flokkum) eru bara undir lögmálunum fyrstir koma, fyrstir fá. Fjölmennum - öll í grænu - og styðjum okkar framtíðarleikmenn til sigurs á morgun.

 

ÁFRAM NJARÐVÍK !!!

Hressir áhorfendur úr Njarðvík.

Áhorfendur á leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í 1. deild kvenna sem fram fór í Ásgarði á föstudagskvöldið 13. feb. skemmtu sér vel yfir hressum stelpum úr Njarðvík. Stelpurnar dönsuðu bæði fyrir leik sem og í leikhléi. Myndband segir meira en mörg orð og er það hérna.

Yfirburðir í Hólminum

Snæfell fékk Njarðvík í heimsókn í Dominosdeild karla. Fyrri leikur liðanna fór 98-83 fyrir fyrir Njarðvík. Hver leikur mikilvægur þegar síga fer á deildarkeppnina og úrslitakeppni nálgast, Snæfell fyrir leikinn í 9. sæti með 16 stig og því ekki með ef úrslitakeppni hæfist í dag en Njarðvík í 4. Sæti með 20. stig og sjá allir að stutt er á milli hláturs og gráturs.
Þau klikkuðu ekki mörg skotin á fyrstu skrefum leiksins og eftir jafnar tölur kom Logi Njarðvík í 6-7 með góðum þrist eftir stoðsendingu Stefan Bonneau en Austin Bracey kom svo Snæfelli yfir aftur með einum slíkum 11-9 og þannig kraumaði kakan í upphafi. Snæfellingar náðu að komast yfir 19-16 en jafnræði var í leik liðanna og Njarðvík leiddi 19-23 eftir flautuþrist frá Ágústi Orrasyni.
Snæfellingar hittu illa úr teig- og stökkskotum sínum en Sveinn Arnar bætti úr stigaþurðinni með spjaldþrist og kallaði það ekki einu sinni. Njarðvík áttu leiddu 25-32 þegar Logi Gunnars bætti í 25-35 og ógnir Snæfells ekki nægilega sterkar sem og vörnin sem þurfti að bæta í og féllu oft í þá gryfju að gefa körfu með vítaskoti til. Þetta gaf Njarðvík gott svigrúm í sínum leik og settu þeir upp góðann varnarleik og stoppuðu Snæfell æði oft sem gestirnir nýttu í kringum 10 stiga forystu yfir annan fjórðung og voru svo komnir í gírinn rétt fyrir hálfleikinn 34-52.
Hjá Snæfelli voru menn ekki á tánum og skrefi eða tveimur á eftir. Stigahæstir voru þar Stefán Karel og Sigurður Þorvaldsson með 8 stig hvor og Chris Woods næstur þeim með 7 stig. Í liði Njarðvíkur var Stefan Bonneau kominn með 16 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar sem næstum því allar gáfu þrista. Hjörtur Hrafn og Logi Gunnars voru með 11 stig hvor.
Að rota eða steinrota er orðatiltæki skemmtilegt en það má eiginlega nota á leik Njarðvíkur í upphafi seinni hálfleik en þeir skoruðu þá 10 stig í röð eftir fyrstu tvö Snæfells 36-62 áður en Ingi Þór brá á það ráð að taka cher tíma í skraf og ráðagerðir. Hjörtur Hrafn bætti strax við þremur og áhlaup grænna orðið, 13-0 sem sagt steinrota. Þrjátíu stiga forystan var rofin með 2 stiga lay-up frá Oddi Birni 40-71 og það var einfaldlega frábært að sjá leik Njarðvíkur sem spilaði flottann leik og voru ferskir. Á meðan létu Snæfellingar mótlætið fara í sig líkt og í síðasta leik og sýndu pirring og tuð. Logi þristur, Ágúst þristur og Snorri tvö í lay up og þar með 8-2 á augabragði sýndi í hvað stefndi út leikinn og staðan 47-81 fyrir lokafjórðunginn.
Snæfellingar náðu að saxa dálítið niður í 20 stig og pressuðu alltaf við innkast Njarðvíkinga, staðan var 68-88 þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. Var þetta of seint­ spurðu menn sig í stúkunni og svarið á þessum tímapunkti já, Njarðvíknigar lögðu grunninn að góðum sigri sínum í Hólminum snemma í leiknum, Stefan Bonneau 1 stoðsendingu frá þrennunni með 35/10/9. Snæfellingar áttu hins vegar aldrei möguleika eftir það. Sannfærandi og öruggur 79-101 sigur Njarðvíkur í Hólminum þetta kvöldið.
Snæfell: Chris Woods 20/12 frák. Sigurður Þorvaldsson 17/6 frák. Austin Bracey 17/4 frák. Stefán Karel 10/9 frák. Sveinn Arnar 7. Pálmi Freyr 5. Sindri Davíðsson 2. Óli Ragnar 1. Snjólfur Björnsson 0. Jóhann Kristófer 0.
Njarðvík: Stefan Bonneau 35/10 frák/9 stoðs. Logi Gunnarsson 14/5 frák/4 stoðs. Hjörtur Hrafn 14. Ágúst Orrason 6. Mirko Stefán 6/ 13 frák. Snorri Hrafnkelsson 5. Oddur Birnir 4. Magnús Már 4. Ólafur Helgi 2. Jón Arnór 0. Ragnar Helgi 0.
Umfjöllun/ Símon B Hjaltalín frá Karfan.is
Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson

Verðskuldað tap gegn Grindavík

Það voru Grindvíkingar sem komu, sáu og sigruðu Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld þegar liðin mættust í Dominosdeild karla. Þegar yfirlauk höfðu Grindvíkingar skorað 90 stig gegn 77 stigum heimamanna og verðskuldaður sigur gestana leit dagsins ljós.  Grindvíkingar leiddu með 10 stigum í hálfleik. 
 
Strax í upphafis leiks sást í raun í hvað stefndi. Grindvíkingar léku vörn sína fast, eða í raun eins fast og leikurinn leyfði. Sverrir Þór þjálfari þeirra þekkir þetta vel enda annálaður harður varnarmaður hér um árið. Fyrir leik hafði Stefan Bonneau verið með sýningar nánast í hverjum leik sem hann spilaði og Grindvíkingar ætluðu svo sannarlega ekki að taka þátt í einni slíkri.  Bonneau var pressaður strax eftir skoraða körfu og þetta heppnaðist svo vel í fyrsta fjórðung að á tímum þurfti Logi Gunnarsson að stilla upp í leikkerfi. Það sem kom hinsvegar meira á óvart að Bonneau var að láta harða pressu Jóns Axels Guðmundssonar fara í taugarnar á sér.  En þetta átti Bonneau eftir að hrista af sér að vissu leyti í gegnum leikinn. 
 
En það var Rodney Alexander sem stal senunni í þessum leik. Kappinn setti 20 stig í fyrsta fjórðung á Njarðvíkinga og engin héldu honum bönd í skoruninni.  Rodney hafði áður komið í Ljónagryfjuna fyrir 3 árum síðan með ÍR og skoraði þá 42 stig þannig að honum virðist líða ágætlega á fjölum Njarðvíkinga. En hvað um það í hálfleik var Rodney búin að skora 30 stig og þegar yfir lauk voru 44 stig frá honum komin í sarpinn og áttu Njarðvíkingar engin svör í vörninni gegn honum.  Og þetta er stór veikleiki á Njarðvíkurliðinu því þeir hafa ætíð lent í vandræðum gegn liðum sem hafa góða menn niðri á blokkinni (Tindastóll, KR)
 
10 stig skildu liðinn í hálfleik en í öðrum leikhluta áttu Njarðvíkingar sinn besta sprett í þessum leik. Stefan Bonneau fór þá mikinn og hafði skorað 20 stig í hálfleik.  Í seinni hálfleik komu gestirnir með sömu ákefð í leikinn og í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu áfram fast á Njarðvíkinga og spiluðu einnig skynsamlega í sókninni og nýttu sér vel það sem var að virka.  Í varnarleik þeirra gáfu þeir Njarðvíkingum aldrei tommu eftir.  Sóknarleikur Njarðvíkingar snérist að miklu leyti um þriggja stiga skotinn og leikur þeirra svo sannarlega féll að miklu leiti á þeirri 30% nýtingu sem þeir náðu í þeim skotum (27/8)
 
Njarðvíkingar áttu prýðilegan sprett svo í fjórða leikhluta en áttu ekki erindi sem erfiði gegn stöðugu liði Grindvíkinga að þessu sinni.  Sem fyrr maður leiksins að þessu sinni Rodney Alexander með 44 stig og 12 fráköst.  Hjá Njarðvíkingum var Stefan Bonneau með 37 stig en undirritaður er orðin svo dekraður af hann fyrri frammistöðum að manni fannst hann ekkert sérlega góður í þessum leik.  Vissulega undarlegt að skrifa þetta svona eftir að maðurinn skoraði 37 stig í leiknum og hugsanlega orðin ofdekraður af frammistöðu hans hingað til,  en nýting hans í skotum var aðeins rétt rúmlega 30% og svo voru varnartilburðir hans slakir og virkaði áhugalaus á þeim enda vallarins.  En álag á honum sóknarmegin er gríðarlegt og meðspilarar hans þurfa einfaldlega að hysja upp um sig.  Jafnvel galopinn skot voru ekki að detta niður hjá þeim sem jú gerist endurum og eins. 
 
Grindvíkingar virkuðu mjög sannfærandi í þessum leik og þá sérstaklega varnarleikur þeirra. Þeir eru að endurheimta menn úr meiðslum og viðbótin í Jón Axel Guðmundssyni er gríðarlegur styrkur fyrir liðið.  5 leikir eftir í deild og með þessari spilamennsku ættu Grindvíkingar ekki að vera í erfiðleikum að hýfa sig upp í tölfunni. 
 
Mynd og texti: Karfan.is

Menn kátir í Frystikistunni eftir sigur á HettiTrey Hampton alley-oop frá Ragnari Erni (26.2.2015)Erik olson eftir sigurleik gegn blikumEmil Baraja eftir sigur í Njarðvík

UMFNgeysir bilageirinn