Halldór Sveinn valinn á U15 úrtaksæfingarPrenta

Fótbolti

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið 44 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið til úrtaksæfinga í febrúar. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ, og er hópurinn tvískiptur.

Fyrri hópurinn æfir dagana 7.-9. febrúar og seinni hópurinn 14.-16. febrúar.

Njarðvík á einn fulltrúa í hópnum en Halldór Sveinn Elíasson er einn þeirra 44 drengja sem hafa verið valdir á æfingarnar.

Halldór er fæddur árið 2009 og spilar með yngri flokkum Njarðvíkur.

Knattspyrnudeildin óskar Halldóri innilega til hamingju með valið, og óskar honum góðs gengis á æfingunum!