Bikardagur í Höllinni: Njarðvík-KeflavíkPrenta

Körfubolti

Þá er hann mættur blessaður undanúrslitadagurinn og ljónynjurnar okkar mæta Keflavík í Laugardalshöll. Þessi undanúrslitaviðureign í VÍS-bikarkeppni kvenna er annar af tveimur leikjum dagsins. Njarðvík-Keflavík kl. 17:15 í Laugardalshöll og starx þar á eftir mætast Grindavík og Þór Akureyri. Eftir kvöldið í kvöld verður ljóst hvaða tvö lið munu leika til bikarúrslita á laugardag og þá skiptir stuðningur í stúkunni öllu máli!

Nú mæta allir og í grænu og við málum stúkuna í Laugardalshöll iðjagræna. Miðasala fer öll fram í gegnum Stubbur-app

  20. mars mið. | Undanúrslit kvenna
     17:15   Keflavík – Njarðvík
     20:00   Þór Ak. – Grindavík

Þess má til gamans geta að öll fjögur liðin sem eru í undanúrslitum kvenna hafa öll áður orðið bikarmeistarar. Þór Akureyri vann sinn fyrsta og eina titil árið 1975 og Ljónynjur urðu bikarmeistarar í eina sinn árið 2012. Grindavík hefur tvívegis orðið bikarmeistari en Keflavík alls 15 sinnum eða mest allra liða.

Rúnar Ingi þjálfari var í spjalli hjá Víkurfréttum í vikunni og sagði að undanúrslit í Laugardalshöll væri kjörinn vettvangur til þess að vinna sigur gegn Keflavík í fyrsta sinn á tímabilinu.

Sjáumst í Laugardalshöll í dag!

Áfram Njarðvík!