Amin Cosic gengur til liðs við NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Amin Cosic gengur til liðs við Njarðvík.

Amin Cosic skrifar undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2025.
Amin er 18 ára sóknarsinnaður leikmaður sem kemur til liðs við okkur frá HK þar sem hann er að ganga upp úr 2.flokki þar en þar hefur hann skorað mikið fyrir 2.flokks lið HK ásamt því að eiga 1 leik fyrir meistaraflokk HK sumarið 2022 í Lengjudeildinni.

Amin hefur æft með Njarðvíkurliðinu á vetrarmánuðum og staðið sig með mikilli prýði.
Gunnar Heiðar, þjálfari Njarðvíkurliðsins, sagði við undirskrift Amin:
„Amin er ungur og efnilegur leikmaður sem mér var bent á frá vini mínum úr Kópavogi og við fengum hann á reynslu til okkar í vetur.
Hann hreif mig strax með sinni tækni, ákefð og styrk og hlakkar mig til að vinna með honum næstu árin og hjálpa honum að verða sá leikmaður sem hann vill og getur orðið.“

Amin sjálfur hafði þetta að segja um komuna til Njarðvíkur:
„Mér líst mjög vel á strákana og stemminguna í klefanum. Þetta er góður hópur, ásamt góðu þjálfarateymi sem ég get ekki beðið eftir að byrja spila með. Ég tel okkur hafa gott potential í að gera góða hluti á þessu tímabili.“

Knattspyrnudeildin býður Amin hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!