Æfingarferð meistaraflokks að bakiPrenta

Fótbolti

Æfingaferð meistaraflokks karla til Pinatar á Alicante að baki!

Njarðvíkurliðið lenti heima á Íslandi í nótt eftir að hafa verið í æfingaferð á Alicante á Spáni síðastliðna viku þar sem var æft stíft fyrir átök sumarsins.
Liðið náði að þjappa sér vel saman, og er að verða orðið fullmótað fyrir átök sumarsins. Kynntir voru til leiks tveir nýjir erlendir leikmenn sem voru gerð góð skil fyrr í vikunni á miðlunum, auk þess sem Andrés Már skrifaði undir sinn fyrsta meistaraflokkssamning.

Á fimmtudeginum eftir miklar æfingar dagana áður var síðan spilaður æfingaleikur við Hauka, sem voru einnig í æfingaferð á svipuðum slóðum.
Njarðvíkurliðið fór með 3-1 sigur af hólmi í leiknum, en mörk Njarðvíkur gerði Oumar Diouck, Joao, Ananias og Hreggviður Hermanns.

Nú fer að styttast í alvöruna hjá okkar mönnum en 2. Umferð Mjólkurbikarsins fer fram þann 13.apríl þegar við heimsækjum Gróttumenn í Lengjudeildarslag áður en Lengjudeildin sjálf hefst þann 3.maí.

Hlökkum til að sjá öll á vellinum í sumar!

Gleðilega Páska og áfram Njarðvík!