Sigur gegn Val og deildinni skipt upp í tvo hlutaPrenta

Körfubolti

Venjulegri deildarkeppni lauk í gærkvöldi í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík vann góðan sigur á Val 79-67. Jafn og spennandi leikur í tæpar 35 mínútur en þá settu ljónynjur í háa drifið og kláruðu verkið vel. Emilie Hesseldal átti enn einn stórleikinn fyrir okkar konur með 28 stig, 15 fráköst, 4 stoðsendingar og 5 stolna bolta.

Hér að neðan má nálgast helstu umfjallanir eftir leik:

Karfan.is: Hesseldal með enn einn stórleikinn fyrir Njarðvík

Karfan.is: Fannst við heilt yfir góðar

Vísir.is: Áttundi sigur Njarðvíkur í röð

Vísir.is: Við ætlum að vinna bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn

Mbl.is: Njarðvík fylgir grönnum sínum eins og skugginn

RÚV.is: Njarðvík kláraði Val í seinni hálfleik

Nú þegar deildin skiptist upp er vert að minna að framhaldið lítur svona út skv. reglugerð KKÍ:

Deildin skal skipuð 10 liðum, en önnur lið leika í 1. deild. Leikin skal tvöföld umferð þar sem allir mæta
öllum. Þegar leikin hefur verið tvöföld umferð skal skipta deildinni upp í A deild, sem er skipuð fimm
efstu liðunum, og B deild sem er skipuð fimm neðstu liðunum. Innan hvorrar deildar skal leikin tvöföld
umferð. Lið raðast í lokastöðu deildarinnar samkvæmt reglum FIBA, ef reglugerð um
körfuknattleiksmót kveður ekki á um annað. Liðið í efsta sæti A-deild að lokinni keppninni hlýtur
sæmdarheitið deildarmeistari og skal fá afhentan eignabikar. Neðsta lið A deildar telst vera í 5. sæti
úrvalsdeildar og efsta sæti B deildar telst vera í 6. sæti úrvalsdeildar. Neðsta lið B deildar að lokinni
deildarkeppni fellur í 1. deild og leikur þar á næstu leiktíð. Að lokinni deildarkeppni hefst úrslitakeppni
með þátttöku átta efstu liða úrvalsdeildar. Jafnframt hefst úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeild á
komandi leiktíð, þar sem næst neðsta sæti B deildar fer í úrslitakeppni ásamt liðum í 2.-4. sæti í 1.
deild.

Lokastaðan í venjulegri deildarkeppni eftir tvöfalda umferð var svona: