Reykjaneshöll

Reykjaneshöllin var tekin í notkun 19. febrúar 2000. Rættist þá langþráður draumur íþróttaiðkenda á Reykjanesi um fjölnota íþróttahús. Hægt er að skipta íþróttavellinum í tvo hluta með tjaldi, sem er mjög létt í meðförum. Íþróttasalurinn er hitaður upp með lofti og er þar góð loftræsting.

Í þjónustubyggingunni er fundarherbergi, fjórir búnings- og baðklefar ásamt annarri aðstöðu. Íþróttasalurinn er 108 m að lengd og 72,6 m á breidd en keppnisvöllurinn er 64 m x 100 m. Hæð hússins yfir hliðarlínum er 5,5 m og yfir miðju vallar er hún 12,5 m. Reykjaneshöllin skiptist í íþróttahús, 7.840m2 og þjónustuhús sem er 252m2. Hjá yngri flokkum er hægt að leika fjóra leiki í einu.

Nýtt gerfigras frá Polytan var sett á Reykjaneshöll í desember 2007 og svo aftur í október 2013.

Íþróttasvæðið við Afreksbraut

Keppnis og æfingar aðstaða deildarinnar er við Afreksbraut og var tekið í notkun í sumarbyrjun 2007. Svæðið er fyrsti hluti af nýju íþrótta og útivistasvæði Reykjanesbæjar og er gert ráð fyrir að keppnisvöllur rísi á svæðinu fyrir aftan Reykjaneshöll. Svæðið er 24.000 fermetrar og er hægt að stilla upp tveimur fótboltavöllum í fullri stærð samtímis.

Árið 2010 voru gerðar breytingar á svæðinu og nýtingu svæðisins breytt. Aðal keppnisvellinum snúið og hann girtur af til að uppfylla skilyrði Leyfiskerfis KSÍ. Þá var byggð áhorfendastúka sem tekur 499 manns í sæti. Fullkomin fjölmiðlaaðstaða var einnig komið upp.

Vallarhúsið er 380 fermetrar og var byggt 2007. Í húsinu eru 3 búningsklefar, boltageymsla, dómaraherbergi, fundar og samkomusalur með eldhúsaðstöðu, skrifstofa deildarinnar, þjálfaraherbergi, þvotta og búningageymsla.
Einnig eru útisalerni við húsið.
Íþróttasvæðið er í eigu Reykjanesbæjar en Knattspyrnudeild Njarðvíkur sér um reksturinn samkvæmt samning.