• Viðtalstími þjálfara er á miðvikudögum í hverri viku. Foreldrar/forráðamenn er bent á að hafa samband á þessum dögum í gegnum forritið Sportabler, í síma eða í tölvupósti. Engin samskipti fara í gengum samskiptaforrit eins og messenger.
  • Virða skal ákvarðanir þjálfara sem viðkemur atriðum er tengjast þjálfun, s.s. spilatími leikmanna, val í lið o.s.frv. Mikilvægt er að foreldrar ræði slík mál á jákvæðum nótum og í sameiningu kennum við iðkendum strax í byrjun að virða ákvörðun þjálfara sama þó leikmaðurinn sé ekki sammála. Það er eðlilegur hlutur í íþróttum sem mun gerast oft á ferli leikmannsins.
  • Foreldrar/forráðamenn skulu ávallt sýna kurteisi og virðingu á kappleikjum bæði gagnvart dómurum, liðsmönnum og öðrum sem koma að leiknum. Þannig erum við góðar fyrirmyndir fyrir iðkendur sem eru að spila leikinn.
  • Hver flokkur ætti a.m.k. að hafa 2 fulltrúa foreldrai til að aðstoða við t.d. fjáraflanir fyrir keppnisferðum ef slíkt þarf, aðstoð við hópefli/skemmtikvöld eða aðstoð við fjölliðamót með einhverjum hætti