Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur í áraraðir staðið fyrir knattspyrnumótum í janúar og febrúar í Reykjaneshöllinni. Mótin í yngri flokkum hafa heitið Njarðvíkurmótin og hafa ávallt verið vel sótt. Við höfum lagt áherslu á að mótin gangi vel fyrir sig og að tímasetningar haldist. Mótin féllu því miður niður á síðasta tímabili vegna heimsfaraldurs Covid-19 en áætlað er að að halda mótin að þessu sinni og fylgja fjöldatakmörkunum sem verða í gildi.

Mótin munu heita KFC mót Njarðvíkur 2022 og bjóðum við upp á fótboltamót fyrir bæði drengi og stúlkur í 5. flokki, 6. flokki, 7. flokki og 8. flokki.

Dagsetningar KFC móta Njarðvíkur 2022

9. janúar         5. flokkur drengir og stúlkur
23. janúar        6. og 7. flokkur stúlkur
30. janúar        6. flokkur drengir
6. febrúar         7. flokkur drengir
13. febrúar       8. flokkur drengir og stúlkur

Njarðvíkurmótin 2022 – kynningarblað

Njarðvíkurmótið 2020 – Lokið

11. janúar – 5. Flokkur stúlkur lokið
18. janúar – 5. Flokkur drengja lokið
25. janúar – 6. Flokkur drengja lokið
1. febrúar – 7. Flokkur stúlkur lokið
1. febrúar – 6. Flokkur stúlkur lokið
8. febrúar – 7. Flokkur drengja lokið
16. febrúar – 8. Flokkur drengir og stúlkur

Njarðvíkurmótin 2020 – kynningarblað