Samstarf KKd. UMFN og Daníels Guðna Guðmundssonar hefur tekið enda og hefur stjórn kkd. ákveðið að framlengja ekki samning við þjálfarann. Daníel hefur staðið vaktina nú síðustu tvö tímabil með annars vegar Ásgeiri Guðbjartssyni og svo Rúnari Inga Erlingssyni sér við hlið. Það er fátt hægt að klaga uppá Daníel á þessum tveimur árum og hefur hann unnið að heilindum og fagmennsku.
Stjórn þakkar Daníel fyrir störf sín í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í sínu næsta verkefni hvar svo sem það mun vera.