Njarðvík bikarmeistari í 9. flokki kvennaPrenta

Körfubolti

Njarðvík varð bikarmeistari í 9. flokki kvenna um síðustu helgi. Njarðvík hafði þá öruggan 70-33 sigur gegn Breiðablik. Félagið átti tvö lið í bikarúrslitum þessa helgina í Laugardalshöll en 10. flokkur kvenna fór í hörku leik við Stjörnuna en varð að játa sig sigraðan að lokum. Gull og bikartitill og silfurverðlaun því uppskera helgarinnar. VÍS-bikarhelgin fór fram í sterkri umgjörð hjá KKÍ í Laugardalshöll þar sem leikir helgarinnar voru annað hvort í beinni hjá RÚV eða á Youtube-rás KKÍ.

Lilja Sigfúsdóttir í úrslitaleik 10. flokks gegn Stjörnunni

Það var 10. flokkur kvenna sem reið á vaðið þann 12. janúar er liðið mætti Stjörnunni. Eftir þrjá jafna leikhluta sigu Garðbæingar framúr í þeim fjórða og unnu 86-57. Sara Björk Logadóttir var stigahæst í Njarðvíkurliðinu með 20 stig og 14 fráköst en þær Hulda María Agnarsdóttir og Ásta María Arnardóttir bættu báðar við 10 stigum. Þess má geta að meirihluti 10. flokks kvenna er skipaður leikmönnum úr 9. flokki Njarðvíkur þar sem aðeins þrjár stelpur á árinu 2007 eru að æfa með 10. flokki kvenna. Frábær árangur að ná inn í Höllina og veitti Njarðvík Stjörnunni verðuga mótspyrnu. Til hamingju með árangurinn 10. flokkur!

Ásta María Arnardóttir með bikartitilinn í Laugardalshöll

Sunnudaginn 15. janúar var svo komið að 9. flokki kvenna en á leið sinni í Höllina höfðu þær slegið út hin tvö toppliðin í 9. flokki, KR og Stjörnuna. Andstæðingarnir voru Breiðablik sem leika í 2. deild 9. flokks á Íslandsmótinu og eru þar ósigraðar. Okkar konur tóku þó strax öll völd á vellinum og unnu bikartitilinn verðskuldað með 70-33 stórsigri. Hulda María Agnarsdóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins með 22 stig, 10 fráköst og 5 stolna bolta. Allir leikmenn liðsins skoruðu í úrslitaleiknum! Þá var þetta aðeins í annað sinn í sögu UMFN sem 9. flokkur kvenna verður bikarmeistari en það gerðist fyrst tímabilið 2005-2006. Þetta var því aðeins annar bikarsigur Njarðvíkur í 9. flokki kvenna.

Hér má horfa á úrslitaleikinn í 10. flokki kvenna

Hér má horfa á úrslitaleikinn í 9. flokki kvenna

Myndasafn úr 10. flokki kvenna

Myndasafn úr 9. flokki kvenna

Viðtal við Huldu Maríu á Karfan.is

Myndir/ JB