Njarðvík 1-0 Valur: Helstu umfjallanirPrenta

Körfubolti

Njarðvík hefur tekið 1-0 forystu í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna eftir stóran og öruggan sigur gegn Val í gær. Lokatölur voru 96-58 en eftir jafnan og skemmtilegan fyrsta leikhluta tóku ljónynjur öll völd á vellinum og þar með forystu í einvíginu.

Selena Lott landaði myndarlegri þrennu með 26 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Isabella Ósk og Emilie Hesseldal áttu einnig glimdrandi leik, Isabella með 14 stig og 10 fráköst og Hesseldal með 14 stig og 11 fráköst, 5 stoðsendingar og 7 stolna bolta!

Hér að neðan má nálgast helstu umfjallanir um leikinn:

Karfan.is: Njarðvík kafsigldu Val í fyrsta leik

Karfan.is: Vorum sterkar andlega

Visir.is: Íslandsmeistararnir sáu aldrei til sólar

Mbl.is: Njarðvík valtaði yfir meistarana

Rúv.is: Grindavík og Njarðvík byrja úrslitakeppnina á sigri

Viðtal við Isabellu Ósk eftir leik er að finna á Facebook-síðu UMFN

Næst á dagskrá er fyrsti leikur hjá karlaliðinu gegn Þór Þorlákshöfn og það á sjálfan 80 ára afmælisdaginn hjá Njarðvík. Fylgist vel með, það verður mikið um dýrðir á miðvikudag!

#UMFN80ár #FyrirFánann