Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í dag þar sem Kamilla Sól Viktorsdóttir var valin í úrvalslið 1. deildar kvenna og Vilborg Jónsdóttir var valin besti ungi leikmaðurinn í 1. deild kvenna. Kamilla og Vilborg voru mikilvægir leikmenn í Njarðvíkurliðinu í vetur sem lauk keppni í 4. sæti 1. deildar og féll út í undanúrslitum gegn Fjölni í úrslitakeppni deildarinnar.
Verðlaunahafar í 1. deild kvenna á lokahófi KKÍ
Besti ungi leikmaðurinn
Vilborg Jónsdóttir · Njarðvík
Besti erlendi leikmaður ársins
Tessondra Williams · Tindastóll
Þjálfari ársins
Jóhann Árni Ólafsson · Grindavík
Úrvalslið 1. deildar kvenna 2018-2019
Kamilla Sól Viktorsdóttir · Njarðvík
Hrund Skúladóttir · Grindavík
Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Þór Akureyri
Rut Herner Konráðsdóttir · Þór Akureyri
Hulda Ósk Bergsteinsdóttir · Fjölnir
Leikmaður ársins í 1. deild kvenna 2018-2019
Hrund Skúladóttir · Grindavík
Mynd/ Vala: Vilborg og Kamilla við lokahóf KKÍ í dag.