Eins og komið hefur fram var allt íþóttastarf í biðstöðu til 23.mars en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að leggja allt starf niður tímabundið.
Á meðal annars kom þetta fram í tilkynningunni frá ÍSÍ:
“Að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram hafa komið af hálfu ÍSÍ og ýmissa annarra samtaka sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi mælast heilbrigðisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneyti til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur.”
Hér er tilkynning ÍSÍ í heild sinni: http://www.isi.is/frettir/frett/2020/03/20/Allt-ithrottastarf-fellur-nidur/
Við munum koma með fréttir af stöðunni þegar meira kemur í ljós með framhaldið í körfuknattleiksstarfi yngri flokka hjá félaginu. Síðustu sumur hefur starfið verið öflugt og margir sótt sumarnámskeiðin okkar þar sem áhersla hefur verið lögð á einstaklingsæfingar. Stefnt er að halda því áfram í sumar.
Við hvetjum alla iðkendur að æfa sig eins mikið heima og hægt er og stunda hreyfingu utandyra þegar færi gefst.
http://www.kki.is/fraedslumal/driplid/
Hér eru nokkrar góðar æfingar sem við fengum lánaðar frá ungum leikmönnum Tindastóls frá Sauðárrkróki og aðrar góðar æfingar til að gera heima.
INDIVIDUAL PRACTICE AT HOME STAY HEALTHY
HOW TO IMPROVE DRIBBLING – BASKETBALL DRILLS AT HOME