Yfirlýsing aðalstjórnar UMFN vegna unglingalandsliðsmanna félagsinsPrenta

UMFN

UMFN fagnar því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að halda áfram að styrkja félögin í bænum með því að unglingar fái tækifæri til að stunda afreksæfingar og aðstoða við sumaræfingar á launum í stað starfa í vinnuskólanum, sem hefur verið um árabil en hefur undanfarin ár farið minnkandi og var stefnt að því að fella alveg niður þetta árið.

Það er staðreynd að í gegnum árin hafa afreksiðkendur verið margir frá UMFN og teljum við það meðal annars vera þessar aukaæfingar sem þau stunda á sumrin, þær séu að skila sér. Það er margsannað að allar aukaæfingar í íþróttum skila af sér betra íþróttafólki og einnig sýnir það unglingunum að mikill metnaður og vilji sé fyrir hendi hjá félagi þeirra og ekki síst bæjarfélaginu að stuðla að því að þau geti stundað íþróttina eins og best verður á kosið.

Mynd:Karfan.is