VÍS-bikarnum lokið þetta áriðPrenta

Körfubolti

Njarðvík mætti Haukum í undanúrslitum VÍS-bikarsins í gær. Lokatölur voru helst til of glannalegar eða 55-83 fyrir Hauka eftir þrjá jafna og góða leikhluta. Í þeim fjórða stungu Haukar af og VÍS-bikarnum því lokið hjá okkur Njarðvíkingum í ár.

Diane Diéné var stigahæst hjá Njarðvík með 18 stig og 9 fráköst. Alyiah Collier bætti við 15 stigum og 13 fráköstum, Lavina De Silva var með 8 stig/5 fráköst og Vilborg Jónsdóttir bætti við 5 stigum og 3 fráköstum. Tölfræði leiksins.

Haukar náðu um tíu stiga forskoti fyrir hálfleik, héldu því vel í þriðja leikhluta en í þeim fjórða þá brustu allar flóðgáttir og úr varð helst til of stórt tap. Nú liggur fyrir Subwaydeildin þar sem fjögur stig eru eftir í pottinum fyrir okkur í Njarðvík með leikjum gegn Breiðablik á heimavelli og svo gegn Keflavík á útivelli. Ljóst er að Fjölnir, Valur, Haukar og Njarðvík munu skipa úrslitakeppnina en enn getur orðið breyting á röðun í deildinni.

Ef blásið yrði til úrslitakeppninnar í dag yrðu það Fjölnir-Njarðvík í fyrstu umferð og Valur-Haukar en fyrsta umferð úrslitakeppninnar verður ljós áður en marsmánuður er úti.

Hér að neðan má finna nokkrar af umfjöllunum/viðtölum eftir leik í Smáranum í gær:

Myndasafn (JBÓ)

Karfan.is: Haukar öruggar í bikarúrslitaleikinn

Karfan.is/ Vilborg: Þær fengu galopin skot og settu þau bara

VF.is: Njarðvík datt úr bikarnum eftir slæman lokakafla

Mbl.is: Bikarmeistararnir aftur í úrslit

Vísir.is: Bikarmeistararnir á leið í úrslit eftir að hafa kafsiglt Njarðvíkinga