Velheppnað 17. júní hlaupPrenta

Fótbolti

17. júní hlaup Ungmennafélags Njarðvíkur það 39 í röðinni fór fram í morgun. Samkvæmt venju var hlaupið frá Stapanum. Boðið var uppá tvær vegalengdir 1 km sem er krakkahlaupið og 5 km sem er fyrir 14 ára og eldri. Gunnar Þórarinsson startaði hlaupinu í báðum flokkunum.

Fyrstur í mark í 5 km hlaupinu var Magnús Harðarson í karlaflokki og Guðlaug Sveinsdóttir í kvennaflokki. Magnús hljóp vegalengdina á 20,10 mín og Guðlaug á 21,56 mín. Í 1 km hlaupinu voru það Elín Bjarnadóttir og Viktor Logi Sighvatsson sem komu fyrst í mark.

Hátt í 60 manns tóku þá að þessu sinni í ekta hlaupaveðri og þökkum við þeim fyrir þátttökuna. Einnig þökkum við þeim öllum sem aðstoðuðu okkur við alla þá vinnu við hlaupið.

Mynd/ Sigurvegararnir Magnús Harðarson og Guðlaug Sveinsdóttir

Fleiri myndir úr hlaupinu hér fyrir neðan.

IMG_5360

IMG_5377

IMG_5423

IMG_5421