Hin árlega páskaeggjaleit KKD UMFN og Nói Siríus fór fram í skrúðgarðinum í Njarðvík á skírdag. Þetta var þriðja árið í röð sem páskaeggjaleitin fer fram og sú fjölmennasta til þessa. Gestir flutu fimlega um garðinn í leit að vel földu páskaskrauti sem þau skiluðu síðan inn og leystu út ný karamellu-egg frá Nói Siríus.
Verslunin Kostur í Njarðvík bauð upp á heitt súkkulaði fyrir gesti og svæðið iðaði af lífi en sjá má myndir frá páskaeggjaleitinni hér að neðan. KKD UMFN þakkar þeim sem lögðu hönd á plóg við páskeggjaleitina, sérstakar þakkir fá Nói Siríus og verslunin Kostur.
Gleðilega páska!