Vel æft í vetrarfríinuPrenta

Körfubolti

Góð mæting var á aukaæfingu sem haldin var nú í morgun. En boðið var uppá auka æfingar í vetrarfríinu, mánudag og þriðjudag kl 10 í Ljónagryfjunni.

Benedikt Guðmundsson hefur yfirumsjón með æfingunum. Í dag var argentíski leikmaður Njarðvíkur Nicolás Richotti gestur og fór yfir ýmsar tækniæfingar sem hann sjálfur æfir mikið.

Á morgun mæta svo gríski leikmaðurinn Fotis Lambropoulos og bandaríski leikstjórnandinn Dedrick Basile.

Hvetjum alla að mæta einnig á morgun kl 10 í Ljónagryfjuna. En æfingarnar eru fyrir 7.flokk og eldri.