Valur á útivelli og Grindavík b heima næstu dagaPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurliðin verða á ferðinni á morgun og sunnudag en karlaliðið leikur þá í sjöttu umferð Domino´s-deildar karla er liðið mætir Val að Hlíðarenda föstudaginn 7. nóvember kl. 18.30. Kvennalið Njarðvíkur leikur heima í Njarðtaks-gryfjunni gegn Grindavík b í 1. deild kl. 16.00 sunnudaginn 10. nóvember.

Það er ekkert leyndarmál að karlalið Njarðvíkur ætlar sér sigur gegn Val á föstudagskvöldið og því afar mikilvægt að við Njarðvíkingar gerum okkur ferð í höfuðstaðinn og styðjum þá áfram til sigurs. Upphaf leiktíðarinnar hefur ekki verið eins og við vildum en nú er hárrétti tíminn til þess að snúa vörn í sókn.

Kvennaliðið býr við ekki ósvipaða keppni í 1. deild en hún virðist ætla að verða allt eins jöfn og Domino´s-deild karla og því sigur gegn Grindavík b á sunnudag eina sem kemur til greina. Það er nóg við að vera hjá okkur Njarðvíkingar – tökum þátt og styðjum liðin okkar!

Viðburður: Valur-Njarðvík
Viðburður: Njarðvík-Grindavík b

#FyrirFánann