Útisigur í Ólafssal: Tvö á toppnumPrenta

Körfubolti

Njarðvík vann sinn áttunda deildarsigur í röð í Subwaydeild karla í gærkvöldi þegar okkar ljón gæddu sér á Haukum. Lokatölur 89-97 í lokaleik 18. umferðar deildarinnar sem þýðir að fyrir liðin í deildinni eru aðeins 8 stig eftir í pottinum.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik í gær en Ljónin fóru á kostum í þriðja leikhluta og lögðu þar grunninn að góðum sigri. Njarðvík nú á toppnum ásamt Val og bæði lið með 28 stig en Valsmenn standa betur innbyrðis eftir sigur í fyrri deildarleik liðanna á leiktíðinni 88-75.

Hér að neðan má nálgast helstu umfjallanir frá leiknum í gær:

VF.is: Njarðvík og Grindavík sigruðu – Keflvíkingar töpuðu fyrir botnliðinu

Karfan.is: Haukur gerði gæfumuninn gegn Haukum

Karfan.is: Það á eftir að reyna almennilega á okkur

Mbl.is: Njarðvík aftur upp að hlið Vals

Vísir.is: Gestirnir búnir að jafna toppliðið að stigum

Vísir.is: Haukur: Ég hef saknað þess síðustu tvö ár

Endalínan: 172. Þáttur: Staying alive vs Hello Darkness my old friend

Staðan í Subwaydeild karla eftir 18 umferðir

https://www.oseignir.is/