Úrslitakeppnin hefst í kvöld: Grænir í vesturbæinn!Prenta

Körfubolti

Í kvöld hefst úrslitakeppnin í Domino´s-deild karla og mikið er það ofboðslega gott að vera mætt aftur á meðal þeirra bestu með lazer-sjón á eitt markmið! KR-Njarðvík 19:15 í Frostaskjóli í kvöld og við græn og væn ætlum að fjölmenna og taka vel undir með trommusveitinni okkar.

Karfan.is: Úrslitakeppnin hefst í kvöld!
Karfan.is: Daníel: Þeir eru að mínu mati besta lið landsins

Það þarf s.s. ekkert að fjölyrða um það hve miklu máli stuðningurinn skiptir okkar menn í stúkunni þessa úrslitakeppnina. Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna á leikina okkar og láta vel í sér heyra enda eitt verst geymda leyndarmálið í boltanum að besti sjötti maðurinn er alltaf stúkan!

#ÁframNjarðvík
#ReppaGrænt