Uppskeruhátíð yngri flokkaPrenta

Fótbolti

Uppskeruhátíð yngri flokka fór fram á föstudaginn á Rafholtsvelli í góðu veðri. Dagskráin var með hefðbundnu sniði þar sem iðkendur fengu sér sæti í stúkunni og Þórir Rafn Hauksson yfirþjálfari yngri flokka fór yfir starfsárið og svo voru viðurkenningar veittar fyrir nýliðið starfsár. Að verðlaunaafhendingu lokinni var svo pítsaveisla.

Starfsárið sem var að ljúka var fyrir margar sakir ansi merkilegt en margir flottir sigrar unnust bæði innan sem utan vallar. Fyrst ber að nefna að það er gaman að segja frá því að iðkendum í starfinu heldur áfram að fjölga og æfa nú um 400 iðkendur knattspyrnu hjá Knattspyrnudeild Njarðvíkur.  Við höfum lagt mikla áherslu á að bjóða upp á skemmtilegt og metnaðarfullt starf með góðum þjálfurum og að krakkarnir njóti sín sem best og fái verkefni við hæfi. Fjölgun iðkenda er ágætis vísbending um að börnunum líði vel í starfinu og finnist gaman að æfa fótbolta í Njarðvík sem er vel.

Af árangri innan vallar á nýloknu starfsári er gaman að segja frá því að Njarðvík skráði í fyrsta skipti í sögu félagsins kvennalið til þátttöku á Íslandsmótið í knattspyrnu á leikvelli í fullri stærð. Stelpurnar okkar í 4. flokki spiluðu fyrstu leiki félagsins 11 á móti 11 og er skemmst frá því að segja að þær stóðu sig frábærlega í allt sumar og unnu nokkra góða sigra. Strákarnir okkar stóðu sig einnig frábærlega en það er gaman að segja frá því að við náðum okkar besta árangri í mörg ár í 4. og 5. flokki drengja en báðir flokkar kepptu í sterkum B riðli á Íslandsmótinu og enduðu um miðja deild. Þá komust strákarnir í C liði 5.flokks í úrslitakeppnina og komust alla leið í undanúrslit.  Við fórum á öll stærstu sumarmótin í yngri flokkunum og stóðu okkar iðkendur sig virkilega vel á þessum mótum og ljóst að framtíðin er björt.

Knattspyrnudeildin þakka öllum iðkendum og foreldrum þeirra fyrir ánægjulegt starfsár og vonumst til að sjá sem flesta aftur þegar nýtt starfsár hefst á mánudaginn samkvæmt æfingatöflu.

Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar

 

Viðurkenning fyrir dómarastörf

Abdallah Rúnar Awal, Adrían Ioan Marincas, Ásgeir Orri Magnússon, Haraldur Smári Ingason, Helgi Bergsson, Reynir Aðalbjörn Ágústsson og Samúel Skjöldur Ingibjargarson

Allir iðkendur í 5.fl, 6.fl, 7.fl og 8. flokki drengja og stúlkna fengu viðkenningarskjal þar sem þeim var þakkað fyrir starfsárið. 

 1. flokkur drengir
  Viðurkenning fyrir frábæra ástundun:
  Alex Þór Guðnason, Bragi Pálsson, Daði Fannar Kristmannsson, Grétar Ingi Jónsson, Hafliði Leó Hleiðarsson, Hleiðar Logi Hleiðarsson, Jóhann Trausti Vignisson, Kristinn Einar Ingvason, Magnús Lim Stefánsson, Viktor Leó Elíasson, og Ægir Aron Dearborn Ágústsson

Besta mæting: Elís Einar Klemens Halldórsson
Besti félaginn: Kristinn Einar Ingvason
Mestu framfarir: Magni Þór Magnússon
Leikmaður ársins: Viktor Leó Elíasson

 1. flokkur stúlkur
  Viðurkenning fyrir frábæra ástundun:
  Ásta Dís Óladóttir, Elísabet María Þórisdóttir, Emilía Karen Ágústsdóttir, Ísey Björnsdóttir Salma Mariam Awal og Magnea Kristey Hákonardóttir

Besta mæting: Helga Sóley Þorgeirsdóttir
Besti félaginn: Íris Brynja Arnarsdóttir
Mestu framfarir: Linda Líf Hinriksdóttir
Leikmaður ársins: Ásta Dís Óladóttir

 1. flokkur drengir
  Viðurkenning fyrir frábæra ástundun:
  Adolf Þór Haraldsson, Alexander Freyr Sigvaldason, Björn Þór Stefánsson, Ísak Máni Karlsson, Jón Orri Sigurgeirsson, Magnús Freyr Kristmannsson, Njörður Freyr Sigurjónsson, Stefán Máni Stefánsson og Sölvi Steinn Sigfússon

Besta mæting: Abdallah Rúnar Awal
Besti félaginn: Stefnir Styrmisson
Mestu framfarir: Stefán Máni Stefánsson
Leikmaður ársins: Freysteinn Ingi Guðnason

 1. flokkur stúlkur

Viðurkenning fyrir frábæra ástundun:

Ástrós Anna Ólafsdóttir, Hafdís Rán Húnbogadóttir, Katrín Alda Ingadóttir, Kolbrún Dís Snorradóttir, Ragna Talía Magnúsdóttir og Una Bergþóra Ólafsdóttir

 

Besta mæting: Emma Eloualfia Boutaayacht
Besti félaginn: Katrín Alda Ingadóttir
Mestu framfarir: Hafdís Rán Húnbogadóttir
Leikmaður ársins: Ástrós Anna Ólafsdóttir

 1. flokkur drengir
  Viðurkenning fyrir frábæra ástundun:

Brynjar Dagur Freysson, Elmar Elí Sighvatsson, Gísli Jón Sigtryggsson, Hrannar Pálsson, Jónatan Örn Sverrisson, Jón Garðar Arnarsson, Kristján Gísli Jónsson, María Rán Ágústsdóttir, Patrekur Fannar Unnarsson, Sigurþór Örn Guðjónsson og Viktor Nói Magnússon

 

Besta mæting: Helgi Bergsson
Besti félaginn: Jón Garðar Arnarsson
Mestu framfarir: Jóhannes Pálsson
Leikmaður ársins: Hrannar Pálsson

Efnilegasti leikmaður yngri flokka:
Helgi Bergsson