Uppskeruhátíð yngri flokkaPrenta

Fótbolti

Uppskeruhátíð yngri flokka með óhefðbundnu sniði í ár – Tímabilinu slúttað með lokahófi hvers flokks

Í lok hvers tímabils er hefð fyrir að halda uppskeruhátíð þar sem starfsárið er gert upp í máli og myndum og þeir sem hafa þótt skara fram úr verðlaunaðir. Í ár var tekin ákvörðun að breyta út af vananum og vera ekki með hefðbundna uppskeruhátíð yngri flokka þar sem allir okkar iðkendur og foreldrar koma saman. Í staðinn hélt hver flokkur lokahóf í framhaldi af skemmtilegri lokaæfingu sumarsins. 3. flokkur kk hélt sitt lokahóf á sunnudaginn eftir síðasta leik sinn í Íslandsmótinu en aðrir flokkar kláruðu sitt starfsár með lokahófi fyrir helgi eftir lokaæfingu sumarsins.

Um starfsárið

Starfsárið hjá okkur hófst um mánaðarmótin september og október 2019. Þetta starfsár var fyrir margt óvenjulegt og spilar þar helst inn í Covid-19 faraldurinn sem herjaði á heimsbyggðina í byrjun árs 2020. Starfið fór vel af stað og allt frekar hefðbundið þar sem okkar iðkendur mættu vel á æfingar og tóku þátt á hefðbundnu vetrarmótunum eins og Njarðvíkurmótunum sem deildin hefur haldið í Reykjaneshöllinni í tuttugu ár. Í mars kom sú staða upp að allt stoppaði vegna Covid-19 sem varð til þess að hugsa þurfti hlutina upp á nýtt.  Við tóku heimaæfingar hjá okkar iðkendum í miðju samkomubanni og var gaman að sjá hvað margir voru samviskusamir í sínum æfingum. Sem betur fer fór boltinn að rúlla á nokkuð hefðbundin hátt nokkrum vikum síðar svo hægt væri að halda áfram með tímabilið. Allir okkar flokkar náðu að fara á stóru sumarmótin og var mikil gleði og stemmning við völd enda fátt skemmtilegra en að taka þátt í flottu fótboltamóti. Það kom smá bakslag undir lok sumars vegna seinni bylgju Covid og þurfti að aflýsa síðustu dagsmótunum sem áttu að fara fram í ágúst og ekkert við því að gera. Það heldur áfram að fjölga all verulega í starfinu hjá okkur og er nú svo komið að hjá Njarðvík iðka rúmlega 300 börn og unglingar knattspyrnu sem er frábært.

Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar
6. og 7. flokkur drengja og stúlkna fengu viðurkenningarskjal frá deildinni þar sem þeim var þakkað fyrir starfsárið.

 

5. flokkur drengir
Viðurkenning fyrir góða ástundun:
Grétar Ingi Jónsson, Ísak Máni Karlsson, Hafliði Leó Hleiðarsson, Jón Orri Sigurgeirsson og Viktor Þórir Einarsson
Besta mæting:Daði Fannar Kristmannsson
Besti félaginn:Stefán Máni Stefánsson
Mestu framfarir: Björn Þór Stefánsson
Leikmaður ársins: Stefnir Styrmisson

5. flokkur stúlkur
Viðurkenning fyrir góða ástundun:
Ásta Dís Óladóttir, Emilía Karen Ágústsdóttir, Helga Sóley Þorgeirsdóttir, Katrín Alda Ingadóttir og Ragna Talía Magnúsdóttir
Besta mæting:Ásta Dís Óladóttir
Besti félaginn:Kolbrún Dís Snorradóttir

Mestu framfarir: Ásta Dís Óladóttir
Leikmaður ársins: Katrín Alda Ingadóttir

4. flokkur drengir
Viðurkenning fyrir góða ástundun:
Adolf Þór Haraldsson, Andri Snær Guðlaugsson, Ernir Ólafur Gunnarsson, Freysteinn Ingi Guðnason, Hólmgrímur Svanur Hólmgrímsson, Jón Garðar Arnarsson, María Rán Ágústsdóttir, Mikael Árni Friðriksson, Njörður Freyr Sigurjónsson og Patrekur Fannar Unnarsson
Besta mæting:Magnús Freyr Kristmannsson
Besti félaginn: Jónatan Örn Sverrisson
Mestu framfarir: Abdallah Rúnar Awal
Leikmaður ársins: Alexander Freyr Sigvaldason

4. flokkur stúlkur
Besta mæting:
María Rán Ágústsdóttir
Besti félaginn: Eva Lind Magnúsdóttir
Mestu framfarir:Ástrós Anna Ólafsdóttir
Leikmaður ársins: María Rán Ágústsdóttir

3. flokkur drengir
Viðurkenning fyrir góða ástundun:

Aðalbjörn Ægir Þrastarson, Ásgeir Orri Magnússon, Brynjar Dagur Freysson, Darel Jens Edselsson, Elmar Elí Sighvatsson, Gísli Jón Sigtryggsson, Haraldur Smári Ingason,

Hrannar Pálsson, Helgi Bergsson, Hákon Snær Þórisson, Kristján Gísli Jónsson, Magnús Máni Þorvaldsson, Róbert William G. Bagguley, Sigurþór Örn Guðjónsson og Viktor Nói Magnússon

Besta mæting: Magnús Máni Þorvaldsson
Besti félaginn: Róbert William G. Bagguley
Mestu framfarir: Ásgeir Orri Magnússon
Leikmaður ársins: Haraldur Smári Ingason

 

Efnilegasti leikmaður yngri flokka:
Svavar Örn Þórðarson

Fleiri myndir er að finna á Facebook síðu deildarinnar

https://www.facebook.com/umfnknattspyrna/