Unglingaflokkur kominn í úrslitakeppnina en drengjaflokkur sat eftirPrenta

Unglingaflokkur karla vann góðan útisigur á Vestra á Ísafirði 66-76 í gær. Með sigrinum tryggðu strákarnir sér inn í úrslitakeppnina og munu mæta annað hvort KR eða Haukum í átta liða úrslitum.
Drengjaflokki tókst hins vegar ekki að tryggja sig inn en þeir töpuðu naumt á dögunum 76:80 gegn Keflavík á úitivelli í hreinum úrslitaleik um að komast í úrslitakeppnina. Liðin enduðu bæði með 12 stig í deildinn en Keflavík stóð betur að vígi innbyrðis og komust því áfram.