Unglingaflokkur karla og 10.flokkur stúlkna leika til úrslita á morgun um ÍslandsmeistaratitlaPrenta

Körfubolti

Bæði unglingaflokkur karla og 10.flokkur stúlkna komust áfram í úrslitaleik í Íslandsmótinu eftir að hafa unnið sína leiki í fjögurra liða úrslitum.

Unglingaflokkur unnu sannfærandi sigur gegn Fjölni á föstudaginn 83-65 eftir að hafa haft yfirhöndinna allan leikinn. Snjólfur Marel Stefánsson skoraði 24 stig,  tók 6 fráköst og var með 28 í framlag, Jón Arnór Sverrisson skoraði 12 stig, tók 10 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og var með 22 í framlag. Njarðvíkurliðið hefur ekki tapað leik allt tímabilið, þeir eru  núverandi bikar og Íslandsmeistarar og reyna að verja þann seinni á morgun í úrslitaleik gegn Breiðablik.

10.flokkur stúlkna komust einnig í úrslitaleikinn eftir að hafa sigrað nágrana sína úr Keflavík 54-40. Þær byrjuðu vel og náðu góðu forskoti sem þær héldu út leikinn, Keflavíkurstúlkur náðu að minnka muninn í 4 stig þegar 4 mínútur voru til leiksloka. Njarðvíkurstúlkur gáfu þá aftur í og silgdu inn öruggum 14 stiga sigri.

Atvæðamestar voru Lára Ösp Ásgeirsdóttir með 19 stig, tók 9 fráköst og var með 19 í framlag, Vilborg Jónsdóttir skoraði 6 stig ,tók 10 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og  var með 15 í framlag.

 

Úrslitaleikirnir verða báðir á sunnudaginn í Grindavík , stelpurnar spila kl 12 og strákarnir strax á eftir eða kl 14. Tilvalið að skreppa útí Grindavík á morgun og hvetja liðin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.