Unglingaflokkur karla í bikarúrslitPrenta

Yngri flokkar

Unglingaflokkur karla komst í gær í bikarúrslit með því að vinna sameiginlegt lið Keflavíkur og Grindavíkur. Njarðvík er því nú með 3 lið í bikarúrslitum yngri flokka, 10.flokkur kvenna , 9.flokkur kvenna og unglingaflokkur karla. Úrslitahelgin fer fram næstu helgi í Laugardalshöllinni. Meistaraflokkur karla tekur einnig þátt í helginni en þeir spila undanúrslit gegn KR á fimmtudaginn. Nóg um að vera hjá grænum um næstu helgi