Tvö núll tap gegn MagnaPrenta

Fótbolti

Magni sigraði Njarðvík 2 – 0 á Grenivíkurvelli í gær í Inkasso-deildinni. Það var mikill rigning á norðurlandi í gær og völlurinn blautur og sleipur sem hafði sín áhirf á leikinn. Magnamenn voru ágengir strax í upphafi og uppskáru hornspyrnur sem voru hættulegar en leikurinn jafnaðist fljótt og bæði liðin skiptust á að sækja án þess að skapa nein sérstök færi. Staðan 0 – 0 í hálfleik.

Það sama var uppi í seinnihálfleik, liðin skiptust á að sækja og mikill hraði í leiknum. Bæði lið fengu ágætis möguleika á að taka forystuna en eins og svo oft í svona leik skiptir máli hvor skorar fyrr. Og það voru heimamenn á 81 mín eftir fyrirgjöf yfir markið og Gunnar Örvar Stefánsson var þar í opnu færi og skallaði í netið. Seinna mark Magna kom á 88 mín en þá skallaði Gunnar Örvar boltann á markið, Róbert varði en missti boltann undir sig. Það sem eftir lifði leiks reyndum við hvað við gáum að jafna en ekkert gekk.

Þetta er leikur sem hefði geta enda allavega, jafntefli hefðu verið sterk úrslit fyrir okkur á útivelli en það gekk ekki eftir. Með þessum leik lauk taplausu leikjatímabili hjá okkur í Íslandsmóti á útivelli. Síðasta tap okkar á útivelli var gegn Magna 2 – 1 þann 20. ágúst 2016. Það er stutt í næsta leik en á fimmtudaginn kemur Víkingur Ólafsvík í heimsókn.

Leikskýrslan Magni – Njarðvík
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Fótbolti.net – skýrslan

Fótbolti.net – myndveisla úr leiknum

Myndirnar hér eru einnig úr leiknum