Tvö góð stig á AkureyriPrenta

Körfubolti

Karlalið Njarðvíkur landaði tveimur góðum stigum í Domino´s-deildinni í gærkvöldi eftir 85-92 sigur á Þórsurum. Kapparnir náðu ríflega 20 stiga forystu en heimamenn gáfust ekki upp og komust nærri en okkar menn kláruðu verkið og uppskáru tvö mikilvæg stig fyrir vikið.

Terrell Vinson kubbaði saman tvennu með 25 stig og 10 fráköst og fyrirliðinn Logi Gunnarsson bætti við 22 stigum. Þá var Maciek Baginski með 15 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar.

Tölfræði leiksins

Næsti leikur í Domino´s-deildinni er heimaleikur gegn Grindavík þann 17. nóvember næstkomandi.

#ÁframNjarðvík

Ljósmynd/ Thorsport.is: Páll Jóhannesson – Ragnar Helgi í Höllinni á AKureyri í gærkvöldi.

 

sparrilogo