Tveir nýjir leikmennPrenta

Fótbolti

Tveir leikmenn þeir Birkir Freyr Birkisson og Ívar Gauti Guðlaugsson sem hafa æft með okkur í vetur hafa haft félagsskipti yfir til okkar frá Keflavík. Þeir báðir gengu uppúr 2. flokki sl. sumar en eru uppaldir hjá Keflavík. Þeir hafa báðir verið með okkur eins og áður sagði í vetur og hafa staðið sig vel og við bjóðum þá velkomna í okkar raðir. Mynd/ Birkir Freyr og Ívar Gauti með Guðmundi Steinarssyni þjálfara