Toppliðið of stór biti: Bikarleikur á sunnudagPrenta

Körfubolti

Topplið Vals var of stór biti fyrir Njarðvíkurkonur í Domino´s-deildinni miðvikudagskvöldið 7. desember. Lokatölur 63-82 Val í vil. Shay var stigahæst í leiknum í gær með 30 stig og 20 fráköst en næst henni var Karen Dögg með 9 stig, Björk með 11 stoðsendingar.

Tapleikurinn í gær var tólfta deildartap Njarðvíkurliðsins í röð og vissulega er liðið statt í miðri brekku en það er enginn tími til að staldra við enda bikarleikur þann 10. desember næstkomandi gegn Breiðablik í Ljónagryfjunni.

Njarðvík og Breiðablik mætast á sunnudag kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í 8-liða úrslitum Maltbikarsins en Njarðvíkurkonur tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum eftir frækinn sigur gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum.

Mynd/ SBS: Karen Dögg sækir að körfu Valskvenna í leiknum í gær.

 

HondaLogo