Tíunda ári Ungmarks fagnaðPrenta

Fótbolti

Í kvöld komu fjölmargir félagsmenn saman í Vallarhúsinu og fögnuðu 10 ára starfsafmæli Ungmarks sem stofnað var 4. mars 2006. Ungmark er minningarsjóður sem var stofnaður til minningar um Mile knattspyrnuþjálfara sem þjálfaði hjá Njarðvík á árunum 1981-1990 yngri flokka ásamt meistaraflokki. Einkunarorð félagsins er “frá æsku til farsældar”.

Stofnfélagar voru leikmennn sem léku undir stjórn Mile og tilgangurinn var að mynda sjóð sem gæti stutt við hin ýmsu málefni grasrótarinnar hjá Knattspyrnudeild UMFN. Tekjur sjóðsins hafa orðið til að mestu sem framlag frá félagsmönnum ásamt styrkjum frá fyrirtækjum og stofnum. Þá hafa menn gefið afrakstur að fjáröflunarverkefnum ásamt þvi að hluti af tekjum knattspyrnudeildarinnar af getraunum renna í sjóðinn. Frá stofnum Ungmark hefur félagið styrkt ýmis verkefni s.s kynningarfundi, ferðir yngri knattspyrnumanna og þjálfara erlendis til æfinga eða til að kynna sér starfsemi félaga.

Á samkomunni í kvöld voru afhjúpaðar tvær myndir af landsliðsmönnunum Arnóri Ingva Traustasyni og Ingvari Jónssyni sem báðir eiga uppruna sinn hjá Njarðvík og voru þeir félagar báðir viðstaddir. Tilgangurinn með myndunum er að vekja athygli yngri leikmanna hjá okkur að með aga og dugnaði er hægt að ná langt í knattspyrnu eins og þeir félagar hafa upplifað. Þá ávarpaði Freyr Sverrisson gesti en hann þjálfaði þá báða þegar hann starfaði hjá okkur. Einnig talaði Gunnar Þórarinsson formaður Ungmark , Sævar Júlíusson og Bjarni Sæmundsson formaður barna og unglingaráðs.

Knattspyrnudeildin og Ungmark þakkar öllum þeim mættu i kvöld og óskar þeim gleðilegra jóla.

ungmarklogocopy-copy

Myndirnar eru frá samkomunni í kvöld / myndir Oddgeir Karlsson

ungmark_01  ungmark_04

ungmark_10  ungmark_07

ungmark_11  ungmark_08