Tindastóll-Njarðvík kl. 20:15 í Síkinu í kvöldPrenta

Körfubolti

Annar leikur okkar gegn Tindastól í undanúrslitum Subwaydeildar karla fer fram í Síkinu í Skagafirði í kvöld kl. 20:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en stuðningsmenn eiga kost á því að fara með sætaferðum í dag í Skagafjörð! Mætum græn.

Sætaferðir í Síkið. (c.a. 10 sæti enn laus)
Farið verður með Bus4u frá Ljónagryfjunni kl. 14.00 í dag en leikurinn hefst kl. 20.15. Miðaverð í rútuna er kr. 2500. Okkar bestu menn í AG Seafood hjálpuðu til við að stilla miðaverði í rútuna í hóf en AG Seafood er einn af helstu og fremstu samstarfsaðilum deildarinnar. Við viljum ítreka við stuðningsmenn sem fara í rútuna að ölvun ógildir miðann. Hér er hægt að panta sæti í rútuna en greiða þarf á staðnum.

Eins og flestum er kunnugt náðu Tindastólsmenn 1-0 forystu með sigri í Ljónagryfjunni og því erum við á leið í Skagafjörð til þess að jafna metin! Við hvetjum alla til þess að fjölmenna í Síkið í kvöld og styðja Njarðvík til sigurs.

#FyrirFánannogUMFN