Þrjú stig úr BreiðholtinuPrenta

Fótbolti

Njarðvík gerði góða ferð í Breiðholtið í kvöld og lagði Leikni með tveimur mörkum gegn einu í 3. umferð Inkasso- deildarinnar. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og var Njarðvíkurliðið sterkari aðilinn í fyrrihálfleik og uppskáru tvö mörk. Það fyrra gerði Toni Tipuric eftir hornspyrnu á 32. mín og Stefán Birgir það síðara á 41. mín af miklu harðylgi og sitt þriðja mark í sumar. Sem sagt 0-2 í hálfleik.

Í síðari hálfleik byrjaði Njarðvík með nokkrum fínum sóknarlotum og voru klaufar að setja ekki þriðja markið og gera nánast út um leikinn. Leiknismenn náðu smátt og smátt undirtökunum og síðasti hálftíminn var nánast algjörlega eign þeirra. Þeir náðu samt ekki að gera nema eitt mark, á loka mínútunni, eftir að Brynjar Atli markvörður hafði varið vítaspyrnu alveg út við stöng. Góður sigur hjá Njarðvíkurliðið í kvöld og frábært að ná í 3 stig, þó að liðið hafi ekkert endilega verið að sýna sitt besta. Flott samstaða og vinnusigur og Brynjar Atli með stórleik í markinu.

Góður sigur hjá Njarðvíkurliðið í kvöld og frábært að ná í 3 stig, þó að liðið hafi ekkert endilega verið að sýna sitt besta. Flott samstaða og vinnusigur og Brynjar Atli með stórleik í markinu. Næsti leikur okkar á fimmtudaginn kemur á heimavelli þegar Keflvíkingar koma í heimsókn.

Leikskýrslan Leiknir R. – Njarðvík
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Fótbolti.net – skýrslan