Þrjú stig sótt norðurPrenta

Fótbolti

Njarðvíkingar gerður góða ferð norður á Sauðárkrók í dag þar sem þeir lögðu Tindastól 1 – 3. Njarðvíkingar náðu fljótlega undirtökunum í leiknum og á  10 mín skoraði Andri Fannar Freysson fyrsta marki leiksins eftir gott upphlaup. Eftir markið áttum meira í leiknum og vorum líklegir að skora næsta mark en það gekk ekki eftir. Staðan 0 – 1 í hálfleik.

Heimamenn mættu í seinnihálfleik af miklum krafti og náðu að jafna á 51 mín með góðu marki. Eftir markið náðu þeir að halda á okkur mikilli pressu þar sem þeir ógnuðu marki okkar nokkru sinnum en vörnin hélt. Smátt og smátt náðum við að komast inní leikinn og liðin skiptust á að sækja og verjast. Á 89 mín skoraði Theodór Guðni Halldórsson annað mark okkar með góðu skoti eftir gott upphlaup okkar manna. Andri Fannar Freysson skoraði svo á 90 mín með skoti beint úr aukaspyrnu, glæsilegt mark og sigur okkar manna innsiglaður.

Sigurinn í þessum leik gat lent hvoru megin en sterkt hjá okkur að fara norður og taka stigin þrjú. Við lékum vel í fyrrihálfleik en vorum lengi að átta okkur á kraftinum í norðanmönnum í upphafi seinnihálfleiks. Leikurinn í heild bauð uppá mikla baráttu og var mjög vel leikinn og dæmdur ásamt því að veðrið gerist ekki betra. Það er vika í næsta leik sem er gegn Fjarðabyggð fyrir austan á laugardaginn kemur.

Leikskýrslan Tindastóll – Njarðvík

Staðan í 2. deild 

Myndirnar eru úr leiknum í dag

IMG_7200

IMG_7275

IMG_7276