Þrír leikmenn til liðs við NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Þrír leikmenn hafa bæst við leikmannahóp okkar í vikunni en það eru þeir Atli Freyr Ottesen Pálsson, Bergþór Ingi Smárason og Sigurður Þór Hallgrímsson.

Atli Freyr sem er fæddur 1995 kemur frá Stjörnunni þar sem hann er uppalin. Hann var í meistaralið Stjörnunar 2014 en hann hefur einnig leikið með varaliði Stjörnunar Skínanda. Í sumar var hann í láni hjá Leikni R og KV en hann skorðaði annað mark þeirra gegn okkur hér heima. Hann á að baki 48 leik og 13 mörk í meistaraflokki.

Bergþór Ingi Smárason er fæddur 1994 og á að baki með Njarðvík 50 leiki, Bergþór skipti yfir í Reyni S sl, sumar þar sem hann lék 10 leiki og gerði 3 mörk.

Sigurður Þór Hallgrímsson er einnig fæddur 1994 en hann er uppalin Keflvíkingur en lék með Njarðvík í 2. flokki en skipti yfir í Víði þar sem hann á að baki 38 leiki og 2 mörk.

Við bjóðum leikmennina velkomna í okkar raðir.

Mynd/ Atli Freyr, Bergþór Ingi og Sigurður Þór