Þéttum raðirnar og jöfnum einvígið!Prenta

Körfubolti

Í kvöld berjast ljónynjur fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni þegar liðið tekur á móti Keflavík í Ljónagryfjunni kl. 18:15. Keflavík leiðir einvígið 2-1 og því um algeran úrslitaleik að ræða fyrir okkar konur. Jafna eða fara í sumarfrí og við látum ekki bjóða okkur annað en fyrri kostinn og fyllum því Gryfjuna og málum hana græna!

Leikur kvöldsins verður á Stöð 2 Sport og Njarðvíkurborgararnir verða til taks fyrir svanga vallargesti frá kl. 17:15. Við minnum á að miðasala fer fram í gegnum Stubbur-app og hvetjum alla til að tryggja sér miða í tæka tíð.

Leikir seríunnar til þessa:

Leikur 1: Keflavík 74-64 Njarðvík (1-0 Keflavík)
Leikur 2: Njarðvík 89-85 Keflavík (1-1)
Leikur 3: Keflavík 79-52 Njarðvík (2-1 Keflavík)
Leikur 4: Njarðvík vs Keflavík kl. 18:15 – 13. apríl – Ljónagryfjan

Mætum #FyrirFánann