Þetta er staðan núna….Prenta

Sund
Aðaláherslur eru að ekki er leyft að foreldrar séu með í klefum eða ofaní laug en allir 2005 og yngri geta æft frá 18. nóvember.
Æfingar falla því niður hjá Gullfiskum í þessari lotu og einnig þeim börnum sem ekki ráða við búningsklefann sjálf.
SSÍ er að vinna í því að reyna fá undanþágur fyrir þá sem eru fæddir 2004 og fyrr.
Sjá texta frá SSí á skilgreiningu reglugerðar:
Kæru félagar
Seinnipartinn í dag sat SSÍ fund með öðrum sérsamböndum, ÍSÍ, Almannavörnum og fulltrúa frá embætti sóttvarna.
Eins og fram hefur komið þá hefur ný reglugerð frá Heilbrigðisráðuneytinu verið birt og það er ánægjulegt að í henni er gefið leyfi fyrir íþróttastarfi barna og unglinga frá og með 18.nóv n.k
Reglur frá SSÍ vegna sundæfinga ættu að verða klárar seinnipartinn á morgun en við bíðum eftir nánari útfærslum frá ÍSÍ vegna þessa.
Æfingar hjá börnum þar sem foreldrar þurfa að vera ofan í lauginni með börnunum eru ekki leyfðar og þá er foreldrum ekki heimilt að fara inn í búningsklefa.
SSÍ hefur nú þegar sent inn undanþágu beiðni fyrir sundfólk sem eru fædd 2004 og fyrr til Heibrigðisráðuneytisins en svar við þeirri beiðni hefur ekki borist.
Við hjá SSÍ ætlum að halda í vonina að sundfólkið okkar verði komið ofan í laug fyrr en varir.
Baráttukveðjur til ykkar.