Tap í báðum úrslitaleikjunum í dagPrenta

Körfubolti

Silfur var staðreynd í dag hjá bæði unglingaflokki karla og 10.flokki stúlkna. Strákarnir töpuðu gegn Breiðablik 76-81 í leik sem var frekar jafn en Breiðablik var með yfirhöndina mest allan leikinn, þeir náðu mest 15 stiga forrustu í þriðja leikhluta. Njarðvíkurstrákar komu tilbaka og minnkuðu muninn í tvö stig í fjórða leikhluta en komust ekki nær. Atkvæðamestir voru Adam Eiður Ásgeirsson með 17 stig og 4 fráköst, Arnór Sveinsson einnig með 17 stig og 5 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson skoraði 15 og tók 8 fráköst. Fyrsti tapleikur tímabilsins staðreynd. Engu að síður frábær vetur hjá þeim , þeir enduðu deildarkeppnina ósigraðir og urðu bikarmeistarar.

Stelpurnar töpuðu fyrir heimastúlkum í Grindavík 32-45. Grindavíkurstúlkur leiddu allan leikinn og enduðu með að vinna nokkuð öruggan sigur. Grindavík eru núverandi bikar og Íslandsmeistarar og hafa verið erfiðar fyrir okkar stelpur síðustu ár. Atvæðamest í dag hjá Njarðvíkurstúlkum var Vilborg Jónsdóttir með 12 stig og 10 fráköst.

Fínt tímabil á enda, liðið komst bæði í bikarúrslit og lokaúrslitaleik Íslandsmótsins en þurftu að sætta sig við silfur í báðum leikjunum gegn Grindavík.