Tap gegn Víði í úrslitaleiknumPrenta

Fótbolti

Víðir sigraði Njarðvík 1 – 0 í úrslitaleik B deildar Lengjubikarsins í Reykjaneshöll í kvöld. Leikurinn var sannkallaður baráttuleikur frá upphafi til enda. Sigurmarkið kom fljótlega í leiknum á 9 mín. Liðin skiptust á að sækja og oft skall hurð nærri hælum báðum megin. Talsverð harka var í þessu eins og gera má ráð fyrir í svona leik og voru samtals 11 gul spjöld gefin í leiknum og flest þeirra undir lok leiksins. Njarðvíkingar sóttu stíft undir lokin og fengu nokkra góða möguleika á að jafna leikinn en það gekk ekki svo naumt tap gegn Víði staðreynd. Við óskum Víðismönnum til hamingju með titilinn.

Næsta verkefni okkar er á laugardaginn kemur þegar við leikum fyrsta leikinn í Íslandsmótinu gegn Huginn sem verður væntanlega leikinn á Egilsstöðum.

Leikskýrslan Njarðvík – Víðir