Tap gegn Grindavík í æfingaleikPrenta

Fótbolti

Meistaraflokkur lék sinn annan æfingaleik í vikunni og núna gegn Grindavík, og lauk honum með sigri gestanna 1 – 4. Við vorum að halda vel í við þá í fyrrihálfleik en Grindavíkingar náðu að setja eina mark fyrrihálfleiks.

Gestirnir  komust í 0 – 2 áður en Arnar Helgi Magnússon náði að minnka munin en svo komu tvö mörk í viðbót. Í seinnihálfleik sagði þreyta til sín og leikmenn héldu boltanum illa og voru að missa hann og gáfu Grindavíkingu ódýr mörk.

Byrjunarlið okkar var þannig skipað; Brynjar Atli Bragason (m), Arnar Helgi Magússon, Jón Tómas Rúnarsson, Davíð Guðlaugsson, Sigurður Hallgrímsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Andri Fannar Freysson, Brynjar Freyr Garðarsson, Theodór Guðni Halldórsson, Fjalar Örn Sigurðsson og Bergþór Ingi Smárason .

Varamenn; Aron Elís Árnason (m), Arnór Svansson, Krystian Wiktorowicz, Jón Tómas Rúnarsson, Óðinn Jóhannsson, Vilhjálmur Kristinn Þórdísarson, Atli Freyr Ottesen Pálsson.

Mynd/ Markaskorari okkar Arnar Helgi Magnússon