Tap gegn Fjölni í GrafarvoginumPrenta

Fótbolti

Fjölnir hafði betur 1 – 0 báráttuleik á Extravellinum í Grafarvogi í dag. Heimamenn voru meira með boltann og sótt stíft á köflum en náðu ekki að koma boltanum í netið framhjá sterkri vörn Njarðvíkinga. Það var ekkert um nein dauðafæri í þessum leik en við áttum okkar sóknir.

Seinnihálfleik var á sömu nótum heimamenn meira með boltann og við að verjast samt sóttum við mun meira á þá en í fyrrihálfleik. Það var ekki fyrr en á 84 mín sem eina mark leiksins kom af stuttu færi eftir harða atlögu. Það sem eftir lifði að leiknum reynum við byggja upp sóknir til að jafn en þrátt fyrir nokkur góð upphlaup tókst það ekki og sigur heimamanna sem fögnuð vel í leikslok.

Það sást geinilega að þreyta sat í leikmönnum eftir framlengdann leik í vikunni. Meiðsli eru líka að hrjá okkur bæði Toni og Pawel eru frá og Kenny fór útaf í hálfleik. Þeir sem hafa tekið stöður þeirra hafa staðið sig mjög vel og leikmenn voru að leggja sig fram í dag og börðust allir fyrir einn til loka leiksins.

Það er stutt í næsta leik sem er á fimmtudaginn kemur gegn Fram á Rafholtsvellinum.

Leikskýrslan Fjölnir – Njarðvík
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Fótbolti.net – skýrslan

Myndirnar eru úr leiknum í dag